Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Lyfju hf. á Opnu ehf. (Apótek MOS)

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 9/2021
  • Dagsetning: 26/3/2021
  • Fyrirtæki:
    • Lyfja hf
    • Opna ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Lyfju hf. (Lyfju) á Opnu ehf. (Apótek MOS). Samruninn var tilkynntur með svokallaðri lengri samrunaskrá þann 12. nóvember 2020.

    Lyfja er stærsta lyfsölukeðja landsins sem rekur apótek undir nöfnunum Lyfja og Apótekið. Auk þess rekur Lyfja Heilsuhúsið, Lyfjalausnir og heildsöluna Heilsu ehf. Opna ehf. rekur eitt apótek, Apótek MOS, í Mosfellsbæ.

    Þann 16. desember 2020 tilkynnti Samkeppniseftirlitið samrunaaðilum að stofnunin teldi ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans, sbr. 1. mgr. 17. gr. d samkeppnislaga.

    Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem samrunaaðilar störfuðu ekki á sama landfræðilega markaði og ekki væru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni.