Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Hreinsitækni ehf. á Snóki þjónustu ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 2/2022
  • Dagsetning: 23/2/2022
  • Fyrirtæki:
    • Hreinsitækni ehf.
    • Snókur þjónusta ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Umhverfismál
    • Sorp (hirðing og eyðing)
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með ákvörðuninni var tekin afstaða til samruna Hreinsitækni ehf. og Snóks þjónustu ehf. Hreinsitækni starfar á sviði sópunar og þvotta á gatnakerfum og gönguleiðum. Þá veitir félagið þjónustu á sviði holræsahreinsunar og tengdrar þjónustu, smölun á úrgangsolíu og fóðrun skólplagna. Tilgangur Snóks er að sinna þjónustu við fyrirtæki í orkusæknum iðnaði. Þjónustan nær til að mynda til umskipunar, innri flutninga, vélaþjónustu, flutninga iðnaðarþrifa og ræstinga. Snókur sinnir fjölþættri þjónustu fyrir afar þröngan hóp viðskiptavina. Ekki eru vísbendingar um að aðilar málsins hafi eða muni öðlast markaðsráðandi stöðu með samruna þessum og teljast samkeppnisleg áhrif hans óveruleg enda starfa þeir að miklu leyti á ótengdum mörkuðum. Af þeim sökum var það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar.