Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Kviku banka á færsluhirðingarsamningum af sameinuðu félagi Rapyd og Valitors

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 14/2022
  • Dagsetning: 10/6/2022
  • Fyrirtæki:
    • Valitor hf.
    • Kvika banki hf.
    • Rapyd
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
    • Greiðslukortastarfsemi
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með ákvörðun þessari heimilar Samkeppniseftirlitið Kviku banka hf. („Kvika“) að kaupa það tilgreinda magn færsluhirðingarsamninga sem kveðið var á um að skyldi selt samkvæmt ákvörðun nr. 13/2022 frá sameinuðu félagi Rapyd og Valitors hf., gegn skilyrðum sem Kvika hefur fallist á að hlíta með undirritun sáttar við Samkeppniseftirlitið. Er sáttin birt í ákvörðunarorðum aftast í ákvörðuninni.

    Hið sameinaða félag mun tímabundið veita Kviku þjónustu, einkum á sviði tæknilegrar framkvæmdar og uppgjörs gagnvart alþjóðlegu kortafélögunum. Jafnframt felst í þessari þjónustu að Kvika getur starfað tímabundið á grundvelli aðalleyfa samrunaaðila frá alþjóðlegu kortakerfunum. Með sáttinni við Samkeppniseftirlitið hefur Kvika m.a. skuldbundið sig til þess að færa framangreind þjónustukaup til annars þjónustuveitanda sem ekki er umsvifamikill færsluhirðir á íslandi fyrir tiltekin tímamörk. Er þetta mikilvægur liður í því að tryggja varanlegt samkeppnislegt sjálfstæði Kviku frá sameinuðu félagi. Jafnframt er m.a. að finna í sáttinni ákvæði sem lúta að því að tryggja að færsluhirðingarþjónusta Kviku verði ekki rekin í dótturfélagi í eigu bankans nema að tilteknum skilyrðum fullnægðum.

    Telur Samkeppniseftirlitið ekki þörf á frekari íhlutun vegna kaupa Kviku á umræddum færsluhirðingarsamningum en felast í ákvæðum téðrar sáttar Kviku við Samkeppniseftirlitið og ákvæðum áðurnefndrar sáttar Samkeppniseftirlitsins við Rapyd.