Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Hampiðjunnar og Mørenot

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 5/2023
 • Dagsetning: 23/2/2023
 • Fyrirtæki:
  • Hampiðjan hf.
  • Mørenot
  • Holding Cage I AS
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið tók afstöðu til kaupa Hampiðjunnar hf. á öllu útgefnu hlutafé í félaginu Holding Cage I AS, sem er móðurfélag Mørenot samstæðunnar.

  Samruninn var tilkynntur með fullnægjandi hætti þann 12. desember 2022 og hófust lögbundnir frestir þá að líða. Rannsókninni lauk á fyrsta fasa þann 18. janúar 2023, með ákvörðun um að aðhafast ekki vegna samrunans.

  Samrunaaðilar starfa að meginstefnu til við framleiðslu, sölu og þjónustu á veiðarfærum og sjókvíum. Um er ræða alþjóðleg fyrirtæki með starfsstöðvar víða um heim.

  Aflað var sjónarmiða og upplýsinga frá viðskiptavinum og keppinautum sem gáfu ekki til kynna skaðleg áhrif samrunans. Jafnframt gáfu upplýsingar til kynna að miða mætti áfram við sömu skilgreiningar vöru- og þjónustumarkaða og í fyrri ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins, með ákveðnum fyrirvörum. Aftur á móti gáfu sömu upplýsingarnar til kynna að landfræðilegir markaðir málsins væru þrengri en áður hefur verið miðað við og miða ætti frekar við landið allt eða jafnvel staðbundna markaði.

  Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins á samkeppnislegum áhrifum samrunans var sú fyrirliggjandi gögn og upplýsingar sem aflað hefði verið gæfu til kynna að samkeppnisaðstæður og áhrif samrunans væru ekki með þeim hætti að tilefni væri til íhlutunar vegna viðskiptanna. Þannig væru áhrif samrunans takmörkuð hér á landi, kaupendastyrkur útgerðafyrirtækja nokkur og erlent samkeppnislegt aðhald til staðar upp að vissu marki.

  Þó yrði staða samrunaaðila sterk eftir samrunann á tilteknum skilgreindum mörkuðum og í afmörkuðum tegundum veiðarfæra sem gæfu vísbendingu um að möguleg frekari samþjöppun á veiðarfæramörkuðum kynni að verða tilefni ítarlegrar skoðunar hjá samkeppnisyfirvöldum í framtíðar samrunaeftirliti.