Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Senu ehf. og Draupnis fjárfestingafélags ehf. á Concept Events ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 9/2023
  • Dagsetning: 20/3/2023
  • Fyrirtæki:
    • Sena ehf.
    • Draupnir fjárfestingarfélag ehf.
    • Concept Events ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með ákvörðuninni var tekin afstaða að heimila kaup Senu ehf. og Draupnis fjárfestingafélags ehf. á Concept Events ehf. en kaupin fólu í sér samruna í skilningi samkeppnislaga.

    Að sögn samrunaaðila felist starfsemi Concept Events í því að selja fyrirtækjum og starfsmönnum fyrirtækja þjónustu tengda ráðstefnum, hvataferðum og viðburðahaldi. Af samrunaskrá má ráða að þær helstu meginstoðir í starfsemi Senu og þjónustutegundir sem samruninn varði sé skipulagning viðburða, hvataferða og ráðstefnuhald. Þá byggðu samrunaaðilar á því að markaður málsins væri opinn og litlar sem engar aðgangshindranir inn á markaðinn. Auðvelt sé að hefja starfsemi á markaðnum með litlum tilkostnaði og starfsemi þurfi ekki mikinn mannafla.

    Það var niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki sé þörf eða forsendur til þess að íhlutast vegna samrunans.