Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Wise lausna ehf. á Þekkingu – Tristan hf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 35/2023
 • Dagsetning: 18/9/2023
 • Fyrirtæki:
  • Wise lausnir ehf.
  • Þekking - Tristan hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
  • Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Wise lausna ehf. og Þekkingar – Tristan hf. Wise er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Fyrirtækið sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum á sviði viðskipta en fyrirtækið endurselji og þjónusti hugbúnaðarlausna frá ýmsum birgum, aðallega Microsoft ásamt því að þróa sinn eigin viðskiptahugbúnað. 

  Þekking sérhæfir sig í ráðgjöf, rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja, þ.m.t. rekstrar- og öryggisþjónustu auk þess að sinna ráðgjafaþjónustu. Wise lausnir ehf. og Þekking – Tristan hf. starfa bæði á upplýsingatæknimarkaði en starfsemi þeirra nær til mismunandi sviða innan þess markaðs.

  Það er því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekkert í fyrirliggjandi upplýsingum eða gögnum málsins bendi til þess að samruninn muni hafa áhrif á né raski samkeppni með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum telur Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til að aðhafast frekar að vegna samrunans og lýkur því rannsókn málsins á fyrsta fasa.