Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Símans hf., BBI ehf., Billboard ehf. og Dengsa ehf

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 15/2024
 • Dagsetning: 12/6/2024
 • Fyrirtæki:
  • Síminn hf.
  • BBI ehf.
  • Billboard ehf.
  • Dengsi ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Með ákvörðun þessari er tekin afstaða til kaupa Símans á öllu hlutafé Billboard ehf. og fleiri félaga. Síminn hf. er m.a. fjarskiptafélag og fjölmiðlaveita, sem starfar einnig á markaði fyrir sjónvarpsauglýsingar. Hin keyptu félög eru starfandi á markaði fyrir umhverfisauglýsingar. Þó um sé að ræða tengda markaði gefur erlend framkvæmd á sviði samkeppnisréttar til kynna að umhverfisauglýsingar myndi sjálfstæðan markað. Það var niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að fyrirliggjandi aðstæður og upplýsingar bentu ekki til þess að samruninn raskaði samkeppni. Lauk rannsókninni því á fyrsta fasa hinn 15. mars 2024.