Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Yfirtaka Glitnis banka hf. á Íslandsbanka

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 48/2009
 • Dagsetning: 23/12/2009
 • Fyrirtæki:
  • Glitnir banki hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjármálaþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun Samkeppniseftirlitið taldi að samkeppnislegt sjálfstæði Íslandsbanka kynni að vera skert með samrunanum ekki hvað síst í ljósi þess að sú staða gæti komið upp að sömu kröfuhafar yrðu áberandi beggja megin, þ.e. hjá Glitni annars vegar og Kaupþingi banka hins vegar. Kæmi sú staða upp gæti hún raskað samkeppni. Voru samrunanum sett skilyrði í framhaldi af viðræðum við aðila málsins, í því skyni að tryggja samkeppnislegt sjálfstæði Íslandsbanka. Felst í skilyrðunum að Glitnir skuldbindur sig til þess að tryggja samkeppnislegt sjálfstæði Íslandsbanka m.a. með því að tryggja að í stjórn Íslandsbanka sitji einstaklingar sem eru óháðir öðrum viðskiptabönkum og sparisjóðum sem starfa á sama markaði.

Tengt efni

Fréttir og tilkynningar