Samrunamál
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar Kaup Crayon Group AS á öllu útgefnu hlutafé í Sansa ehf. Samkvæmt samrunatilkynningu kemur fram að Crayon sé þjónustufyrirtæki á sviði hugbúnaðar og starfi einkum á sviði hugbúnaðarsölu- og dreifingu eignastýringar hugbúnaðar (svokölluð SAM þjónusta). Þá segir í samrunaskrá að Sensa sé þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni sem býður fyrirtækjum sérfræðiþjónustu, þ.e. kennslu og ráðgjöf í notkun skýjalausna, hugbúnaðargerð og tilbúnar hugbúnaðarlausnir, rekstrarþjónustu og hýsingu á samskipta- og innviða (e. Infrastructure) lausnum. Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði þar af ekki til myndunar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005. |