Samrunamál

Samruni í skilningi samkeppnislaga telst hafa átt sér stað þegar breyting verður á yfirráðum fyrirtækis til frambúðar, svo sem vegna sameiningar tveggja fyrirtækja eða yfirtöku eins fyrirtækis á öðru

Samrunamál

Samkeppniseftirlitið hafði til skoðunar samruna World Fuel Services, Inc. og UVair European Fuelling Services Limited. Bæði fyrirtækin eru svokallaðir endurseljendur flugeldsneytis hér á landi og starfa á markaði fyrir smásölu flugeldsneytis. Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til þess að grípa til íhlutunar vegan samrunans á grundvelli 17. gr. c. Samkeppnislaga.