Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun yfir samkeppnisstöðu rannsóknarþjónustunnar Sýnis hf. gagnvart Hollustuvernd ríkisins

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 8/1997
 • Dagsetning: 25/3/1997
 • Fyrirtæki:
  • Rannsóknarþjónustan Sýni hf
 • Atvinnuvegir:
  • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Ýmis þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Mælt var fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli rannsóknarstofu Hollustuverndar og annarra sviða stofnunarinnar.

  „1.   Stofnuð verði sérstök eining um rekstur rannsóknastofu Hollustuverndar ríkisins. Reikningshald hennar skal vera sjálfstætt. Reikningsskil skulu gerð í samræmi við meginreglur laga um ársreikninga og skulu þau liggja fyrir opinberlega með sambærilegum hætti og almennt gerist.

  2.    Gera skal sérstakan stofnefnahagsreikning. Skulu þær eignir sem teljast til rannsóknastofunnar metnar á markaðsverði ef þess er kostur en annars á endurkaupsverði að frádregnum hæfilegum afskriftum.

  3.    Með skuldum rannsóknastofunnar skulu teljast skuldbindingar sem tengjast starfsemi hennar.

  4.    Öll viðskipti milli rannsóknastofunnar og annarra sviða Hollustuverndar skulu verðlögð á markaðsverði eins og um viðskipti milli óskyldra aðila væri að ræða. Ef markaðsverð liggur ekki fyrir skal miðað við kostnaðarverð að viðbættri hæfilegri álagningu.

  5.       Gjaldskrá skal standa undir rekstrarkostnaði rannsóknastofunnar auk hæfilegrar álagningar eins og um sjálfstæðan rekstur væri að ræða.“