Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun vegna útboðs Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á skólaakstri fyrir fötluð grunnskólabörn

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 29/1999
 • Dagsetning: 8/11/1999
 • Fyrirtæki:
  • Lárus G. Lárusson
 • Atvinnuvegir:
  • Samgöngur og ferðamál
  • Ferðaþjónusta
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Kvartað var vegna útboðs Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) á skólaakstri fyrir fötluð grunnskólabörn. Var því haldið fram af kvartendum að sá sem samið var við hefði niðurgreitt þjónustuna með tekjum af öðrum rekstri. Það var mat samkeppnisráðs m.a. að með því að raska jafnræði tilboðsgjafa með óraunhæfum útboðsgögnum og þar með útiloka keppendur frá markaðnum hafi SSH haft skaðleg áhrif á samkeppni.