Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Yfirráð Arion banka hf. yfir AFLi-sparisjóði ses.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 9/2015
 • Dagsetning: 7/5/2015
 • Fyrirtæki:
  • Arion banki hf.
  • AFL Sparisjóður ses.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjármálaþjónusta
  • Starfsemi lífeyrissjóða
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Málið varðar yfirráð Arion banka hf. á AFLi sparisjóði ses. sem urðu virk við afnám á takmörkunum samþykkta sjóðsins varðandi meðferð atkvæðisréttar stofnfjárhafa. Starfsemi Arion banka felst í alhliða bankaþjónustu og er bankinn með starfsemi um allt land. AFL sparisjóður er stærsti sparisjóður landsins, sem nú er starfandi, með útibú á Siglufirði og Sauðárkróki.

  Með sátt við Samkeppniseftirlitið hefur Arion banki fallist á að selja eignarhlut sinn í sparisjóðnum í opnu söluferli og tryggja áframhaldandi starfssemi sparisjóðsins og sjálfstæði hans á meðan söluferlinu stendur. Að mati Samkeppniseftirlitsins er þessi niðurstaða fullnægjandi í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu sjóðsins sem lýsir sér m.a. í því að hann uppfyllir ekki lágmörk Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárhlutfall.