Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Haga hf., Olíuverzlunar Íslands hf. og DGV ehf

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 9/2019
 • Dagsetning: 3/4/2019
 • Fyrirtæki:
  • Hagar hf.
  • Olíuverzlun Íslands hf.
  • DGV ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Matvörur
  • Olíuvörur og gas
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur birt ákvörðun nr. 9/2019, Samruni Haga hf., Olíuverzlunar Íslands hf. og DGV ehf. Ákvörðunin er grundvölluð á sáttum Samkeppniseftirlitsins og samrunaaðila, dags. 8. og 11. september 2018. Hagar eru stærsti smásali landsins á dagvörum og rekur félagið verslanir Bónus og Hagkaupa. Olís er einn stærsti smásali eldsneytis á Íslandi. DGV er fasteignafélag.

  Rannsókn málsins leiddi í ljós að samruninn, án skilyrða, væri til þess fallinn að raska samkeppni með umtalsverðum hætti. Nánar tiltekið var það mat eftirlitsins að samruninn myndi styrkja markaðsráðandi stöðu Haga á dagvörumarkaði, leiða til staðbundinnar röskunar á samkeppni á tilteknum landssvæðum, hafa skaðleg áhrif á heildsölu- og birgðastigi og hafa í för með sér aukin og skaðleg eignatengsl á milli keppinauta á bæði eldsneytis- og dagvörumarkaði.

  Rannsókn málsins lauk með undirritun sátta á milli Samkeppniseftirlitsins og samrunaaðila. Annars vegar sáttar við Haga dags. 11. september og hins vegar sáttar við FISK-Seafood ehf. og Kaupfélag Skagfirðinga svf. dags. 8. september 2018. Með sáttunum skuldbinda samrunaaðilar sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við framangreindri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars leiða til.

  Skilyrðin fólu m.a. í sér sölu eigna á eldsneytis- og dagvörumörkuðum. Var sölu eigna á dagvörumarkaði einkum ætlað að bregðast við styrkingu á markaðsráðandi stöðu Haga á dagvörumarkaði. Að undangenginni sölumeðferð og athugun óháðs kunnáttumanns, sem skipaður var í október 2018 til að hafa eftirlit með framkvæmd sáttarinnar, samþykkti Samkeppniseftirlitið kaupendur hinna seldu eigna í lok nóvember 2018. Í kjölfarið var Högum heimilt að framkvæma samrunann.

  Samantekt á niðurstöðu málsins og þeim skilyrðum sem sett hafa verið vegna samrunans er að finna í kafla V.6 í ákvörðuninni.

  Ákvörðunin er grundvölluð á fyrrgreindum sáttum og tilgangur hennar er að veita samrunaaðilum, keppinautum þeirra, öðrum fyrirtækjum sem telja sig hafa hagsmuna að gæta og öðrum þeim sem hafa áhuga á samrunanum, upplýsingar og skýringar á markmiði þeirra ráðstafana sem fram koma í sáttinni.