Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Sjóðsins AU 3 ehf. og Málmsteypu Þorgríms Jónssonar ehf

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 43/2019
 • Dagsetning: 2/12/2019
 • Fyrirtæki:
  • AU 3 ehf.
  • Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Iðnaðarframleiðsla, ekki tilgreind annars staðar
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna sjóðsins AU 3 ehf. og Málmsteypu Þorgríms Jónssonar. AU 3 ehf. er einkahlutafélag sem hefur ekki með sér neina starfsemi en er ætlað að halda utan um kaup framtakssjóðsins Umbreytingar á Málmsteypu Þorgríms Jónssonar. Málmsteypa Þorgríms Jónssonar flytur inn og selur meðal annars vörur fyrir veitustarfsemi. Félagið Borgarplast hf. sem er í eigu AU 2 ehf. er jafnframt undir yfirráðum Umbreytingar.

  Starfsemi samrunaaðila skarast að takmörkuðu leyti á markaði fyrir sölu á vörum fyrir veitukerfi. Skörun samrunaaðila á umræddum markaði er fyrst og fremst í brunnum og sandföngum.

   Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til þess að grípa til íhlutunar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. Samkeppnislaga.