Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Endurupptaka hluta ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2005. Framhaldsrannsókn vegna erindis Harðar Einarssonar hrl. um meintar samkeppnishömlur í samþykktum lífeyrissjóða

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 31/2008
 • Dagsetning: 19/5/2008
 • Fyrirtæki:
  • Hörður Einarsson
  • Frjálsi lífeyrissjóðurinn
 • Atvinnuvegir:
  • Fjármálaþjónusta
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2008 er komist að þeirri niðurstöðu að rekstrarsamningar milli tiltekinna lífeyrissjóða og rekstraðila þeirra sem og samþykktir sjóðanna fari ekki í bága við ákvæði 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. 

  Samkeppniseftirlitið telur að á milli Frjálsa lífeyrissjóðsins og Kaupþings banka séu mikil efnahagsleg og stjórnunarleg tengsl og því sé um að ræða eina efnahagslega einingu í skilningi samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið álítur einnig að á milli Íslenska lífeyrissjóðsins og Landsbanka Íslands séu mikil efnahagsleg og stjórnunarleg tengsl og því sé einnig um að ræða eina efnahagslega einingu í skilningi samkeppnislaga. Aftur á móti er talið að ekki séu sambærileg tengsl á milli Almenna lífeyrissjóðsins og Glitnis.

  Að mati Samkeppniseftirlitsins, varðandi samþykktir Almenna lífeyrissjóðsins og rekstrarsamnings hans við Glitni, er talið að rekstrarfyrirkomulagið leiði af sér hvata fyrir rekstraraðila til þess að beita sér í samkeppni við aðra sjóði og að það sé til þess fallið að efla samkeppni milli lífeyrissjóða (e. inter-brand competition). Einnig kom í ljós, við rannsókn málsins, að ofangreint fyrirkomulag felur ekki í sér samkeppnishömlur sem hafi neikvæð áhrif á hagsmuni sjóðsfélaga. Þvert á móti sé það til hagsbóta fyrir alla sjóðsfélaga að sem mest samkeppni ríki milli umræddra lífeyrissjóða.

  Eins og fram kemur hér að framan falla samningar Frjálsa lífeyrissjóðsins og Íslenska lífeyrissjóðsins við rekstraraðila þeirra ekki undir ákvæði 10. gr. samkeppnislaga þar sem þessi fyrirtæki mynda eina efnahagslega einingu. Samkeppniseftirlitið vill þó taka það skýrt fram að þessir samningar eru eðlislíkir umræddum samningi Almenna lífeyrissjóðsins við rekstraraðila sinn. Því telur Samkeppniseftirlitið að jafnvel þótt samningar Frjálsa lífeyrissjóðsins og Íslenska lífeyrissjóðsins við rekstraraðila þeirra féllu undir ákvæði 10. gr. samkeppnislaga þá myndu þeir ekki fara gegn ákvæðinu því sömu efnisrök ættu við um þá samninga og varðandi samning Almenna lífeyrissjóðsins við rekstraraðila hans.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir