Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Kaupfélags Skagfirðinga svf. og Gunnars ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 1/2023
 • Dagsetning: 26/1/2023
 • Fyrirtæki:
  • Kaupfélag Skagfirðinga svf.
  • Gunnars ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Matvörur
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Í samrunamálinu var til úrlausnar kaup Kaupfélags Skagfirðinga svf. á öllu hlutafé Gunnars ehf. Fyrirtækin eru keppinautar í framleiðslu og heildsölu á hreinu majónesi og tilbúnum köldum sósum. Það var niðurstaða samrunarannsóknarinnar að markaðsráðandi staða yrði til á markaði fyrir framleiðslu og sölu á hreinu majónesi til dagvöruverslana, og framleiðslu og sölu á öðrum tilbúnum köldum sósum til dagvöruverslana og stórnotenda. Jafnframt myndi samruninn leiða til annarrar röskunar á samkeppni þar sem keppnitautarnir væru nánir og samkeppni sem hyrfi mikilvæg. Þá væru aðgangshindranir til staðar og kaupendastyrkur ekki nægur til að vega upp á móti skaðlegum áhrifum samrunans. Taldi Samkeppniseftirlitið því nauðsynlegt að ógilda samrunann.