Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Kvartanir er varða opinbera fjárstyrki til eflingar á markaðsstarfi heilsárshótela á landsbyggðinni

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 7/1996
  • Dagsetning: 19/9/1996
  • Fyrirtæki:
    • Hótel Reynihlíð við Mývatn
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Í erindi frá hóteli á landsbyggðinni var óskað eftir því að Samkeppnisstofnun kannaði hvort ráðstöfun fjárveitingar á fjárlögum ársins 1995, til eflingar á markaðsstarfi heilsárshótela á landsbyggðinni, raskaði samkeppnisstöðu landsbyggðarhótela. Það var álit samkeppnisráðs að styrkur sem ellefu heilsárshótelum á landsbyggðinni var veittur í samræmi við tillögur sérstakrar úthlutunarnefndar gæti haft skaðleg áhrif á samkeppnina á markaðnum fyrir heilsárshótel á landsbyggðinni og farið gegn markmiði samkeppnislaga. Samkeppnisráð beindi þeim tilmælum til samgönguráðherra að við framkvæmd styrkveitinga á vegum ráðuneytisins í framtíðinni yrði höfð hliðsjón af ákvæðum samkeppnislaga.