Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Mismunun í opinberri styrkveitingu til framleiðenda nautgripakjöts

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 1/2005
 • Dagsetning: 22/12/2005
 • Fyrirtæki:
  • Bændasamtök Íslands
  • nautgripakjötsframleiðendur
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
 • Málefni:

  Engin málefni finnast

 • Reifun

  Samkeppnisstofnun (nú Samkeppniseftirlitið) barst erindi, dags. 28. október 2004, frá þremur nautgripakjötsframleiðendum, þar sem óskað var eftir athugun stofnunarinnar á samkeppnisstöðu bænda sem stunda nautgripakjötsframleiðslu sem aðalbúgrein á Íslandi. Í erindinu er kvartað yfir því að bændur sem byggja afkomu sína eingöngu á sérhæfðu nautaeldi og ekki eru með mjólkurframleiðslu samhliða njóti ekki stuðningsgreiðslna á sama hátt og framleiðendur nautakjöts sem jafnframt eru mjólkurframleiðendur. Með samningi ríkisvaldsins og Bændasamtaka Íslands um starfsskilyrði mjólkurframleiðenda frá 1. september 2005 hafi mjólkurframleiðendum verið tryggðar árlegar greiðslur að upphæð um 4 milljarðar króna vegna mjólkurframleiðslunnar. Samhliða mjólkurframleiðslu séu mjólkurframleiðendur með yfirgnæfandi hlut af nautgripakjötsframleiðslunni í landinu. Með því að hafna stuðningi við sérhæfða nautgripakjötsframleiðendur skekki ríkisvaldið starfsskilyrði í framleiðslu nautakjöts og mismuni þessi afstaða ríkisvaldsins mjög sérhæfðum framleiðendum nautakjöts í landinu og geri samkeppnisstöðu þeirra í greininni óásættanlega. Bent er á að í ákvæðum nýs samnings mjólkurframleiðenda og ríkisvaldsins sé kveðið á um að samningurinn eigi að undirbúa bændur undir aukna samkeppni í greininni, jafnt innanlands sem utan og spurt er hvar bændur sem stundi sérhæft nautgripaeldi standi þá.