Fjölmiðlun hf.
(Stöð 2) kvartaði yfir Breiðbandi Landssímans o.fl. Með vísan til 2. mgr. 14. gr. sbr. 17.
gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 beindi samkeppnisráð m.a. eftirfarandi fyrirmælum
til Landssíma Íslands hf. sem framfylgja skyldi fyrir 1. janúar 1999 :
„1. Starfsemi Breiðvarps Landssímans verði rekið í sérstakri einingu
innan fyrirtækisins. Skal reikningshald einingarinnar vera sjálfstætt og reikningsskil
í samræmi við meginreglur laga um ársreikninga.
2. Við aðskilnaðinn skal gera stofnefnahagsreikning um Breiðvarpið.
Eignir sem Breiðvarpið yfirtekur skulu færðar á markaðsverði, annars á
endurkaupsverði að frádregnum hæfilegum afskriftum. Skuldir við Landssímann
skulu bera markaðsvexti en óheimilt er að Breiðvarpið skuldi Landssímanum annað
en lán vegna yfirtöku eigna í upphafi svo og lán vegna eðlilegra viðskipta,
enda standi öðrum slík viðskiptakjör til boða.
3. Ef Breiðvarpið nýtir sér yfirstjórn, stoðdeildir, dreifingarkerfi,
fasteignir, tölvuvinnslu og annað sameiginlega með annarri starfsemi skal
greiða fyrir það í samræmi við allan hlutfallslega kostnað er varðar
Breiðvarpið að viðbættri hæfilegri álagningu. Reikningsskil Breiðvarpsins skulu
liggja fyrir opinberlega með sambærilegum hætti og almennt gerist.
4. Öll viðskipti á milli Breiðvarpsins og Landssímans skulu verðlögð á
markaðsverði. Ef markaðsverð liggur ekki fyrir ber Landssímanum, t.d. með
kostnaðargreiningu og/eða öðrum aðferðum, að verðleggja þjónustu sína með
tilliti til kostnaðar og hæfilegrar álagningar og tilkynna opinberlega um
verðákvörðun sína. Það verð skal standa öllum jafnt til boða sem óska eftir að
kaupa viðkomandi þjónustu Landssímans.
5. Þeir starfsmenn Breiðvarpsins sem fara með daglega stjórn skulu ekki
jafnframt gegna starfi hjá öðrum rekstrarsviðum Landssímans.
Sú ákvörðun Landssímans að dreifa ókeypis útsendingum Ríkisútvarpsins, en
ekki útsendingum keppinauta, hefur skaðleg áhrif á samkeppni. Með vísan til 17.
gr. laganna er Landssíma Íslands óheimilt að mismuna einstökum fyrirtækjum á
sjónvarps- og hljóðvarpsmarkaði á grundvelli svokallaðra flutningsskylduákvæða.
Landssíminn skal veita slíkum aðilum aðgang að
dreifikerfum sínum á sambærilegum kjörum svo lengi sem sömu forsendur eiga við
um dreifinguna. Ef Landssíminn sýnir fram á að dýrara sé að dreifa rugluðu
merki en órugluðu er honum hins vegar heimilt að haga gjaldtöku sinni fyrir
flutning á merki í samræmi við það.“
Með úrskurði í máli nr. 13/1998 staðfesti
áfrýjunarnefnd ákvörðunina að mestu.
21 / 1998
Breiðband Landssíma Íslands hf
Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
Ljósvakamiðlar
Samkeppni og hið opinbera
"*" indicates required fields