24.1.2020

Endurskoðaðar leiðbeinandi reglur Póst- og fjarskiptastofnunar og Samkeppniseftirlitsins um meðferð og úrlausn fjarskipta- og póstmála

Endurskoðaðar leiðbeinandi reglur Póst- og fjarskiptastofnunar og Samkeppniseftirlitsins um meðferð og úrlausn fjarskipta- og póstmála.

Samkeppniseftirlitið vekur athygli á því að í lok síðasta árs tóku gildi uppfærðar reglur um meðferð og úrlausn fjarskipta- og póstmála á vettvangi Samkeppniseftirlitsins og PFS. Samkeppniseftirlitið hefur átt í reglubundnum og árangursríkum samskiptum og samstarfi við PFS um árabil. Hinar nýju reglur taka mið af verklagi sem gefist hefur vel í framkvæmd. Nánar er fjallað um reglurnar og samskipti stofnananna í frétt á heimasíðu PFS, sem aðgengileg er hér .

Eðli máls samkvæmt á Samkeppniseftirlitið í samskiptum og samstarfi við þær stofnanir sem koma að eftirliti með íslensku atvinnulífi. Auk PFS er mikilvægt að hlúa að greiðum og skilvirkum samskiptum og samstarfi við stofnanir eins og Seðlabanka Íslands (þ.á m. fjármálaeftirlit), Orkustofnun, fjölmiðlanefnd, Neytendastofu, embætti héraðssaksóknara og fleiri. Samkeppniseftirlitið hefur á liðnum árum kappkostað að efla samskipti og samstarf við þessar stofnanir, með það að markmiði að styrkja úrlausnir, auka skilvirkni og einfalda meðferð mála. Eftirlitið mun halda áfram á þeirri braut.