Fréttasafn
Fréttayfirlit: 2024
Fyrirsagnalisti
Ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins um 17-29-föld fjárframlög til eftirlitsins árin 2014-2023
Samkeppniseftirlitið birtir í dag mat á reiknuðum ábata vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins árin 2014-2023 í riti nr. 4/2024, Reiknaður ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins 2014-2023. Einnig birtir Samkeppniseftirlitið í dag rit nr. 3/2024, Reiknaður ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins, lýsing á aðferðafræði og forsendum. Matið byggir á leiðbeiningum frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og hefur verið rýnt af óháðum sérfræðingi.
ECN styður drög framkvæmdastjórnarinnar
Nýverið birti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, drög að leiðbeiningarreglum er varðar beitingu á ákvæði 102. gr. TFEU. Ákvæðið er samhljóða 11. gr. samkeppnislaga sem bannar alla misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Með drögunum er verið að leitast eftir því að auka réttarvissu og auka samræmi í beitingu á ákvæðinu.
Sátt Samkeppniseftirlitsins við Hreyfil vegna takmörkunar á atvinnuréttindum leigubifreiðastjóra
Samkeppniseftirlitið og Hreyfill svf. hafa gert með sér sátt vegna háttsemi Hreyfils sem fólst í því að banna leigubifreiðastjórum sem eru í þjónustu hjá Hreyfli að nýta sér þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. Í sáttinni felst að Hreyfill mun ekki hindra að leigubifreiðastjórar sem keyra fyrir stöðina nýti sér jafnframt aðra þjónustuaðila sem sinna leigubifreiðastjórum.
Símanum og Noona gert að stöðva markaðssetningu sem feli í sér framkvæmd á samruna fyrirtækjanna
Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið ákvörðun til bráðabirgða vegna sennilegs brots Símans hf., Noona Labs ehf. og Noona Iceland ehf. á banni við því að framkvæma samruna áður en Samkeppniseftirlitið hefur tekið afstöðu til hans.
Samkeppniseftirlitið kallar eftir endurskoðun búvörulaga
Með breytingum á búvörulögum í mars síðastliðnum voru kjötafurðarstöðvar undanþegnar banni við ólögmætu samráði og eftirliti Samkeppniseftirlitsins með samrunum. Í kjölfarið beindi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) erindi til matvælaráðuneytisins þar sem til skoðunar er hvort breytingarnar samræmist EES-samningnum.
Forgangsröðun verkefna
Samkeppniseftirlitið hefur undanfarið þurft að grípa til tiltektar í stjórnsýslumálum og aðgerða til að laga starfsemi sína að fjárheimildum eftirlitsins sem hafa undanfarin ár ekki haldist í hendur við aukin umsvif í efnahagslífinu. Hluti af þeim aðgerðum hefur falist í lokun mála án endanlegrar niðurstöðu.
Héraðsdómur dæmir í máli Símans gegn Samkeppniseftirlitinu
Með ákvörðun nr. 24/2023 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki væru forsendur til þess að verða við kröfu Símans um að fella niður öll skilyrði sem fyrirtækið hafði áður skuldbundið sig til að fylgja í því skyni að efla samkeppni á fjarskiptamörkuðum.
Samrunamál í sumar – ný mál og tafir
Vegna mikilla anna, ófullnægjandi fjárveitinga og sumarleyfa er fyrirsjáanlegt að yfirferð nýrra samrunatilkynninga og athuganir á nýjum samrunaskrám muni tefjast í sumar. Útlit er fyrir að þessi staða verði uppi fram í miðjan ágúst.
Samruni Festi og Lyfju samþykktur með skilyrðum
Festi hf. tilkynnti um kaup sín á Lyfju hf. til Samkeppniseftirlitsins. Meðferð samrunamálsins er nú lokið með því að félögin gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið.
Kaup Arctic Adventures á Special Tours – óskað eftir sjónarmiðum
Arctic Adventures hf. hefur tilkynnt um kaup félagsins á Special Tours / ST Holding ehf. Fyrirtækin starfa bæði í ferðaþjónustu. Óskað er eftir sjónarmiðum.
Skilyrði sem hvíla á Rapyd Europe vegna tiltekinna eldri mála hafa verið endurskoðuð
Rapyd Europe óskaði eftir endurskoðun Samkeppniseftirlitsins á skilyrðum tveggja eldri sátta. Þeirri endurskoðun er nú lokið, með því að fyrirtækið hefur gert nýja heildarsátt við Samkeppniseftirlitið á grunni hinna tveggja eldri sátta.
Afturköllun á tilkynningu vegna samruna Síldarvinnslunnar, Samherja og Ice Fresh Seafood
Fyrr í dag afturkallaði Síldarvinnslan samrunatilkynningu sem varðaði kaup fyrirtækisins á helmingshlut í Ice Fresh Seafood af Samherja. Fullnægjandi samrunatilkynning barst hinn 9. febrúar 2024 og hófst þá rannsókn á samkeppnislegum áhrifum samrunans.
Samkeppniseftirlitið ógildir samruna á markaði fyrir sölu áburðar
Samkeppniseftirlitið hefur birt ákvörðun um að ógilda kaup Skeljungs ehf. á Búvís ehf. Skeljungur er í eigu SKEL fjárfestingafélags ehf., starfar á fjölbreyttum sviðum íslensks atvinnulífs og sér bændum m.a. fyrir aðföngum, þ.á m. áburði. Búvís sérhæfir sig í sölu aðfanga og tækja til bænda, þ.m.t. sölu áburðar.
Hvatar samkeppni í myndgreiningum - Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands og kvörtun Intuens Segulómunar ehf.
Með áliti Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2024 sem birt er í dag beinir eftirlitið þeim tilmælum til heilbrigðisráðherra og Sjúkratrygginga Íslands að gripið verði til aðgerða til að stuðla að bættri samkeppni í myndgreiningum utan sjúkrahúsa. Álit þetta er birt vegna kvörtunar Intuens Segulómunar ehf. til Samkeppniseftirlitsins um að fyrirtækinu hafi verið synjað um samning um greiðsluþátttöku hjá SÍ sem hindrar innkomu þess á markað fyrir myndgreiningar.
Rangfærslur Viðskiptablaðsins um samruna Landsprents og þb. Torgs
Í frétt á vef Viðskiptablaðsins í dag er fjallað um samruna Landsprents ehf. og þb. Torgs vegna kaupa fyrrnefnda félagsins á prentvél og öðrum eignum. Í fréttinni er að finna rangfærslur um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins og um samkeppnislög sem nauðsynlegt er að leiðrétta.
Hæstiréttur veitir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar um sölu Símans á Enska boltanum
Hæstiréttur hefur í dag fallist á beiðni Samkeppniseftirlitsins um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar frá 16. febrúar sl.
Um og yfir 8 af hverjum 10 Íslendingum hafa upplifað vandamál sökum skorts á samkeppni
Um mitt ár 2023 framkvæmdi Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands könnun að beiðni Samkeppniseftirlitsins um viðhorf almennings til ýmissa þátta tengdum samkeppnismálum. Könnunin er sambærileg könnun sem Samkeppniseftirlitið lét framkvæma árið 2019 og könnunum sem framkvæmdastjórn ESB lét framkvæma í öllum aðildarríkjum árin 2022 og 2019.
Landsréttur staðfestir ógildingu samruna á markaði fyrir myndgreiningarþjónustu
Með dómi Landsréttar í dag var staðfest ógilding Samkeppniseftirlitsins á samruna Íslenskrar myndgreiningar ehf. og Læknisfræðilegrar myndgreiningar ehf. Með dóminum er þannig staðfestur dómur héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2022.
Samruni Regins og Eikar – sáttaviðræður, ósk um sjónarmið
Samkeppniseftirlitið hefur undanfarið haft til rannsóknar yfirtöku Regins hf. á Eik fasteignafélagi hf. Öllum hagaðilum er hér með gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum um sáttatillögur Regins hf. Samkeppniseftirlitið vísar sérstaklega til umfjöllunar í samantektinni um tillögur félagsins að aðgerðum til að eyða neikvæðum áhrifum samrunans á samkeppni.
Samkeppniseftirlitið lýkur athugun á háttsemi Ísteka á blóðtökumarkaði
Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt álit nr. 1/2024, Athugun Samkeppniseftirlitsins á háttsemi Ísteka ehf. á blóðtökumarkaði, þar sem athygli matvælaráðuneytisins er vakin á álitaefnum í starfsemi sem tengist blóðtöku úr hryssum og tilmælum beint til ráðuneytisins sem nýst geta stjórnvöldum á þessu sviði.
- Fyrri síða
- Næsta síða