Fréttayfirlit: 2019

Fyrirsagnalisti

18.12.2019 : Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar kröfum Eimskips

Þann 1. júlí 2019 krafðist Eimskip þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það annars vegar að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip væri ólögmæt og að henni skyldi hætt og hins vegar að aflétt yrði haldi sem hafði verið lagt á gögn fyrirtækisins við húsleitir hjá því 10. desember 2013 og 4. júní 2014 og að afritum gagnanna yrði eytt.

13.12.2019 : Verðlaun í ritgerðarsamkeppni

Steinunn Snorradóttir, nemi við Háskóla Íslands, hefur hlotið verðlaun fyrir bestu BS/BA ritgerðina í ritgerðarsamkeppni Samkeppniseftirlitsins.

10.12.2019 : Samkeppniseftirlitið samþykkir nýjan rekstraraðila verslunar í Stykkishólmi

Með sátt, dags. 11. september 2018, við Haga hf. samþykkti Samkeppniseftirlitið samruna félagsins og Olíuverzlunar Íslands hf. (Olís), sbr. nánar ákvörðun eftirlitsins nr. 9/2019.


 

31.10.2019 : Norsk stjórnvöld hyggjast veita norska samkeppniseftirlitinu málskotsrétt fyrir dómstólum – Skortur á málskotsrétti gagnrýndur af Eftirlitsstofnun EFTA

Í nýkynntum drögum að frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, er m.a. lagt til að fella niður heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla hérlendis.

30.10.2019 : Leiðrétting á umfjöllun í Morgunblaðinu

Í pistli Innherja í Viðskiptablaði Morgunblaðsins er farið rangt með í frásögn af rannsókn Samkeppniseftirlitsins á undanþágubeiðni vegna samstarfs Eimskipafélagsins og Royal Arctic Line (RAL).

22.10.2019 : Um frumvarp til breytinga á samkeppnislögum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnti í gær drög að frumvarpi til laga um breytingu á samkeppnislögum.
Vegna fyrirspurna um afstöðu til frumvarpsins vill Samkeppniseftirlitið taka eftirfarandi fram:

17.10.2019 : Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða um verklag við rannsóknir á samrunum

Samkeppniseftirlitið hefur um þessar mundir til athugunar hvort og þá hvernig gera megi verklag við rannsóknir samrunamála enn skilvirkari. Meðal annars er til skoðunar hvort efni séu til breytinga á reglum um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum, sem eftirlitið setur samkvæmt samkeppnislögum.

16.10.2019 : Í tilefni af fjölmiðlaumfjöllun um rannsókn Samkeppniseftirlitsins á flutningamarkaði

Í tilefni af umfjöllun Morgunblaðsins í dag vegna rannsóknar á ætluðu ólögmætu samráði Eimskips (Eimskipafélags Íslands hf. og tengdum félögum) og Samskipa (Samskipa Holding BV, Samskipa hf. og tengdum félögum) skal eftirfarandi tekið fram

10.10.2019 : Héraðsdómur vísar frá kröfum Eimskips

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur með úrskurði uppkveðnum í dag vísað frá kröfum Eimskips (Eimskipafélags Íslands hf., Eimskips Íslands ehf. og TVG Zimsen ehf.) um að úrskurðað verði að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu samráði Eimskips og Samskipa sé ólögmæt og að henni skuli hætt.

13.9.2019 : Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir ákvörðun vegna undanþágu Eimskips og Royal Arctic Line um samstarf í sjóflutningum

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur í dag birt úrskurð þar sem kröfu og málsástæðum Samskipa er hafnað. Í úrskurði sínum telur áfrýjunarnefndin að þau viðbótarskilyrði sem tekin voru upp í sátt Samkeppniseftirlitsins við undanþágubeiðendur, voru m.a. sett til að ýta undir samkeppni og tryggja að innkoma Royal Arctic Line á hinn skilgreinda markað hefði jákvæð samkeppnisleg áhrif og yrði til hagsbóta fyrir neytendur.

12.9.2019 : Samkeppniseftirlitið gefur út skýrslu um markaðinn fyrir fjárhagskerfi

Samkeppniseftirlitið birtir í dag rit nr. 3/2019, Greining á markaði fyrir fjárhagskerfi. Þar eru birtar helstu niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem Samkeppniseftirlitið framkvæmdi á markaðnum.

6.9.2019 : „Starf samkeppniseftirlita er mikilvægara en nokkru sinni“ – sagði Margrethe Vestager

Haustfundur norrænna samkeppniseftirlita var haldinn í Bergen nú í vikunni. Á fundinum fögnuðu samkeppniseftirlitin 60 ára afmæli norræns samstarfs á þessu sviði.

30.8.2019 : Samkeppniseftirlitið hefur ekki forsendur til að aðhafast vegna samruna Haga hf. og Reykjavíkur Apóteks ehf

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2019, sem birt er í dag, er gerð grein fyrir rannsókn eftirlitsins á samkeppnislegum áhrifum samruna Haga hf. og Reykjavíkur Apóteks ehf. Í ákvörðuninni er komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendurtil íhlutunar af hálfu eftirlitsins vegna samrunans. Meginstarfsemi Reykjavíkur Apóteks felst í rekstri samnefndrar lyfjaverslunar í vesturbæ Reykjavíkur.

30.8.2019 : Tilmæli Samkeppniseftirlitsins vegna samningsmarkmiða Reykjavíkurborgar og viðræðna við olíufélögin – helmingsfækkun bensínstöðva

 Samkeppniseftirlitið sendi Reykjavíkurborg bréf hinn 17. júlí sl. með tilmælum vegna samningsmarkmiða borgarinnar um fækkun bensínstöðva í sveitarfélaginu og mögulegra áhrifa aðgerðanna á samkeppni. Hér er vísað til þess að hinn 9. maí 2019 samþykkti borgarráð tillögu borgarstjóra um samningsmarkmið vegna væntanlegra viðræðna borgarinnar við rekstraraðila og lóðarhafa bensínstöðvarlóða í Reykjavík, þess efnis að fækka skuli bensínstöðvum í sveitarfélaginu um helming.

22.8.2019 : ÁRÉTTING: Apótekum er frjálst að veita afslætti af lyfjum sem falla undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands

Við nýlega athugun Samkeppniseftirlitsins á lyfjamarkaði (sbr. ákvörðun nr. 28/2018) kom í ljós að tiltekin apótek töldu sér, ranglega, óheimilt að veita afslætti af lyfjum sem falla undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands. 

14.8.2019 : Hæstiréttur veitir Samkeppniseftirlitinu áfrýjunarleyfi

Þann 14. júní 2019 staðfesti Landsréttur að Byko hefði framið alvarleg brot á samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 mkr. sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hækkað sekt Byko í 400 mkr. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að sekt Byko skyldi vera 325 mkr.

23.7.2019 : Leiðrétting á efni fréttar Viðskiptablaðsins þann 18. júlí síðastliðin

Í Viðskiptablaðinu þann 18. júlí sl. er fjallað um kvartanir Inter, samtaka aðila sem veita internetþjónusu, í garð Símans. 

8.7.2019 : Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir ákvörðun vegna samruna Haga hf. og Olíuverzlunar Íslands hf.

Samkaup hf. keppinautur Haga á dagvörumarkaði kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkaup gerðu kröfu um að ákvörðun eftirlitsins yrði felld úr gildi og samruninn ógiltur og varakröfu um að áfrýjunarnefnd myndi ákveða að binda samrunann frekari skilyrðum. 

5.7.2019 : Virkari samkeppni heima leiðir til meiri samkeppnishæfni út á við

Norrænu samkeppniseftirlitin hafa kynnt þá sameiginlegu afstöðu sína að festa í úrlausn samrunamála, í samræmi við núgildandi reglur á Evrópska efnahagssvæðinu, sé besta leiðin til þess að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum og evrópskra fyrirtækja gagnvart alþjóðlegum.

Síða 1 af 3