Fréttayfirlit: 2023

Fyrirsagnalisti

23.3.2023 : Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna kaupa Ljósleiðarans á stofnneti og tengdum búnaði af Sýn

Samkeppniseftirlitið hefur til rannsóknar fyrirhuguð kaup Ljósleiðarans ehf. á stofnneti og tengdum búnaði af Sýn hf. Þeim sem þess óska er hér með boðið að koma á framfæri skriflegum sjónarmiðum um samrunann og aðrar athugasemdir sem geta skipt máli við rannsóknina.

25.2.2023 : Vegna fréttar í Morgunblaðinu um að ekki verði af sölu Gunnars til KS

Endanleg tímalengd málsmeðferðar ræðst meðal annars af mögulegum skaðlegum áhrifum samruna og umfangi máls. Í fyrra, árið 2022, lauk fjölmörgum samrunamálum hjá Samkeppniseftirlitinu á fyrsta fasa og á nokkrum vikum, enda þá ekki nánir keppinautar að sameinast.

23.2.2023 : Hagfræðinemar - Sumarstarf hjá Samkeppniseftirlitinu

Samkeppniseftirlitið auglýsir eftir hagfræðinema til starfa nú í sumar. Viðkomandi mun í störfum sínum vinna með aðalhagfræðingi og sérfræðingum stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023.

15.2.2023 : Rannsóknir samrunamála - tímafrestir og rannsóknarefni

Samrunarannsóknir eru háðar lögbundnum tímafrestum. Það þýðir að Samkeppniseftirlitið hefur fyrirfram ákveðinn tíma til ljúka rannsókn eftir að fullbúinni samrunatilkynningu hefur verið skilað inn.

2.2.2023 : Verðhækkanir og samkeppni - upplýsingasíða kynnt

Á fundi í dag var upplýsingasíðan kynnt sérstaklega fyrir ráðherra. Jafnframt var vinna eftirlitsins kynnt frekar og áherslur á þessu sviði ræddar. 

26.1.2023 : Samkeppniseftirlitið ógildir kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars

Að mati Samkeppniseftirlitsins hefði samruninn haft alvarlegar afleiðingar fyrir samkeppni, viðskiptavinum og neytendum til tjóns.

9.1.2023 : Ábati af samkeppniseftirliti í Evrópu þúsundir milljarða á ári hverju

Áætlað er að beinn ábati hafi á tímabilinu numið á bilinu 12 til 21 milljarði evra á ári hverju eða sem nemur um það bil tvö til þrjú þúsund milljörðum króna.