Fréttayfirlit: 2023

Fyrirsagnalisti

20.9.2023 : Athugun Samkeppniseftirlitsins á stjórnunar- og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi

Með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2023, Brim hf. gegn Samkeppniseftirlitinu, er felld úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2023. Að gengnum úrskurðinum lítur Samkeppniseftirlitið svo á að forsendur séu brostnar fyrir samningi Samkeppniseftirlitsins við matvælaráðuneytið og mun óska eftir viðræðum við ráðuneytið um lok hans.

1.9.2023 : Leiðir til að efla samkeppni á flutningamarkaði

Með álitinu er beint tilmælum til innviðaráðherra, Faxaflóahafna, Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga, um aðgerðir sem m.a. eru til þess fallnar að hafa jákvæð áhrif á vöruverð á fjölmörgum sviðum, almenningi og fyrirtækjum til hagsbóta.

31.8.2023 : Alvarleg brot Samskipa á samkeppnislögum

Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun nr. 33/2023 lokið rannsókn á brotum Samskipa á samkeppnislögum. Það er niðurstaða eftirlitsins að Samskip hafi með alvarlegum hætti brotið gegn banni 10. gr. samkeppnislaga og 1. mgr. 53. gr. EES-samningsins, með ólögmætu samráði við Eimskip.

Þá er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að Samskip hafi við rannsókn málsins brotið gegn 19. gr. samkeppnislaga með rangri, villandi og ófullnægjandi upplýsingagjöf og gagnaafhendingu.

Samanlagðar stjórnvaldsektir vegna framangreindra brota nema 4,2 milljörðum króna.

9.8.2023 : Áfrýjunarnefnd samkeppnismála vísar tveimur málum aftur til Samkeppniseftirlitsins

Í úrskurðum sínum leggur áfrýjunarnefnd fyrir Samkeppniseftirlitið að ljúka meðferð málanna í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Eru málin því aftur komin til meðferðar hjá eftirlitinu.

4.8.2023 : Fyrirspurn Morgunblaðsins í tengslum við athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi

Samkeppniseftirlitinu barst fyrirspurn frá Morgunblaðinu, þar sem óskað er nánar tilgreindra upplýsinga um athugun eftirlitsins á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi og samning við matvælaráðuneytið um skýrslu þess efnis. Í þágu upplýstrar umræðu er svar Samkeppniseftirlitsins birt á heimasíðu þess.

28.7.2023 : Símanum gert að endurnýja samning um dreifingu og heildsölu við Nova á Símanum Sport sem býður upp á ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu

Samkeppniseftirlitið telur að í háttsemi Símans felist sölusynjun fyrirtækis sem býr yfir mikilvægri og vinsælli vöru til endursölu og að það myndi fela í sér skaðleg áhrif fyrir samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi ef Nova gæti ekki lengur boðið sínum viðskiptavinum upp á Enska boltann.

20.7.2023 : Hreyfli óheimilt að banna leigubifreiðastjórum sem keyra fyrir stöðina að nýta sér þjónustu annarra leigubifreiðastöðva – Ákvörðun til bráðabirgða

Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið ákvörðun til bráðabirgða vegna sennilegs brots Hreyfils gegn samkeppnislögum nr. 44/2005, með því að banna leigubifreiðastjórum sem keyra fyrir Hreyfil að nýta sér þjónustu annarra leigubifreiðastöðva.

19.7.2023 : Staða athugunar á stjórnunar- og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi og ákvörðun um dagsektir

Eftir ítrekuð bréfaskipti hefur Samkeppniseftirlitið nú tekið ákvörðun um að nýta sér heimild sem kveðið er á um 38. gr. samkeppnislaga til þess að beita fyrirtæki, sem hefur ekki enn veitt mikilvægar upplýsingar og gögn sem óskað var eftir, dagsektum.

14.7.2023 : Ekki forsendur til að íhlutast vegna samruna Vélsmiðju Orms og Stálsmiðjunnar-Framtaks

Að undangenginni framangreindri rannsókn og viðbótargagnaöflunar á síðustu stigum rannsóknarinnar telur Samkeppniseftirlitið að ekki séu forsendur til þess að íhlutast vegna samrunans. Mun Samkeppniseftirlitið því ekki aðhafast frekar vegna málsins sem telst því lokið. Ítarlegri ákvörðun um rannsóknina verður birt síðar á vef eftirlitsins.

6.7.2023 : Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til að fella niður öll skilyrði um starfsemi Símans þrátt fyrir sölu á Mílu til Ardian

Eftir athugun í málinu er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til að fella niður mikilvæg efnisskilyrði í sáttinni frá 2015 gagnvart Símanum, að svo stöddu.

5.7.2023 : Starf lögfræðings hjá Samkeppniseftirlitinu laust til umsóknar

Samkeppniseftirlitið leitar að öflugum lögfræðingi sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum. Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst 2023.

9.6.2023 : Árleg heimsókn Eftirlitsstofnunar EFTA

Fulltrúar Eftirlitsstofnunnar EFTA (ESA) heimsóttu skrifstofur Samkeppniseftirlitsins í Borgartúni í vikunni og sátu árlegan vinnufund með starfsfólki eftirlitsins.

19.4.2023 : Samkeppniseftirlitið óskar sjónarmiða vegna greiningar á ábata af íhlutun eftirlitsins

Samkeppniseftirlitið hefur áður látið greina ábata af starfsemi sinni, en nú er fyrirhugað að formfesta matið betur og útfæra það með nákvæmari hætti. Er ráðgert að birta niðurstöður ábatamats árlega.

18.4.2023 : Starf hagfræðings hjá Samkeppniseftirlitinu laust til umsóknar

Samkeppniseftirlitið auglýsir eftir öflugum hagfræðingi í fullt starf sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum. Viðkomandi mun í störfum sínum vinna náið með aðalhagfræðingi og sérfræðingum stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2023.

17.4.2023 : Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna athugunar á stjórnunar- og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi – Upplýsingasíða opnuð

Í október síðastliðnum greindi Samkeppniseftirlitið frá ákvörðun um að hefja athugun á stjórnunar- og eignatengslum í íslenskum sjávarútvegi. Vegna athugunarinnar hefur Samkeppniseftirlitið nú opnað upplýsingasíðu á heimasíðu sinni auk þess sem sjónarmiða er óskað. 

4.4.2023 : Arion banki viðurkennir brot á banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja og greiðir 80 milljónir í sekt

Samkeppniseftirlitið hefur í dag gert sátt við Arion banka, þar sem bankinn viðurkennir að hafa brotið gegn banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja og greiðir 80 milljónir króna í sekt.

23.3.2023 : Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna kaupa Ljósleiðarans á stofnneti og tengdum búnaði af Sýn

Samkeppniseftirlitið hefur til rannsóknar fyrirhuguð kaup Ljósleiðarans ehf. á stofnneti og tengdum búnaði af Sýn hf. Þeim sem þess óska er hér með boðið að koma á framfæri skriflegum sjónarmiðum um samrunann og aðrar athugasemdir sem geta skipt máli við rannsóknina.

25.2.2023 : Vegna fréttar í Morgunblaðinu um að ekki verði af sölu Gunnars til KS

Endanleg tímalengd málsmeðferðar ræðst meðal annars af mögulegum skaðlegum áhrifum samruna og umfangi máls. Í fyrra, árið 2022, lauk fjölmörgum samrunamálum hjá Samkeppniseftirlitinu á fyrsta fasa og á nokkrum vikum, enda þá ekki nánir keppinautar að sameinast.

23.2.2023 : Hagfræðinemar - Sumarstarf hjá Samkeppniseftirlitinu

Samkeppniseftirlitið auglýsir eftir hagfræðinema til starfa nú í sumar. Viðkomandi mun í störfum sínum vinna með aðalhagfræðingi og sérfræðingum stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023.

15.2.2023 : Rannsóknir samrunamála - tímafrestir og rannsóknarefni

Samrunarannsóknir eru háðar lögbundnum tímafrestum. Það þýðir að Samkeppniseftirlitið hefur fyrirfram ákveðinn tíma til ljúka rannsókn eftir að fullbúinni samrunatilkynningu hefur verið skilað inn.
Síða 1 af 2