Fréttayfirlit: 2025

Fyrirsagnalisti

23.9.2025 : Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir að dagsektir skuli leggjast á SVEIT

Þann 11. júní sl. tók Samkeppniseftirlitið ákvörðun um að leggja dagsektir á Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna brota samtakanna á lagaskyldu til þess að afhenda eftirlitinu gögn. Voru dagsektirnar lagðar á til þess að knýja á um að SVEIT fari að samkeppnislögum og afhendi umkrafin gögn. Var það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að SVEIT hefði vanrækt ótvíræða skyldu um afhendingu gagna og brotið þar með gegn 19. gr. samkeppnislaga. Skyldi SVEIT greiða dagsektir að fjárhæð 1.000.000 kr. á dag þar til umbeðin gögn hafa verið afhent Samkeppniseftirlitinu.

19.9.2025 : Brýn mál til úrlausnar, en mörg komast ekki á dagskrá. Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins 2024 komin á vefinn

Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins fyrir árið 2024 liggur nú fyrir. Í skýrslunni er að finna ítarlegar upplýsingar um árið 2024 í tölum, áherslur eftirlitsins, einstakar rannsóknir, leiðbeiningar og tilmæli gagnvart hinu opinbera, ásamt úrlausnum áfrýjunarnefndar samkeppnismála og dómstóla á árinu.

18.9.2025 : Dómur Landsréttar í máli Símans

Með dómi uppkveðnum í dag féllst Landsréttur á kröfu Símans um að viðurkennt yrði að skilyrði ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins frá 4. júní 2015, í máli nr. 6/2015, væru úr gildi fallin.  Samekppniseftirlitið hefur það nú til athugunar hvernig bregðast skuli við dómi Landsréttar.

 

4.9.2025 : Samkeppniseftirlitið leggur áherslu á mikilvægi virkrar samkeppni við mótun atvinnustefnu

Samkeppniseftirlitið hefur skilað umsögn um áform ríkisstjórnarinnar um atvinnustefnu til næstu tíu ára. Í umsögninni er lögð sérstök áhersla á að virk samkeppni sé grundvallarforsenda árangursríkrar atvinnustefnu sem stuðlar að verðmætasköpun, nýsköpun, framleiðni og sjálfbærum hagvexti.

27.8.2025 : Norsk samkeppnisyfirvöld staðfesta um 60 milljarða sektir á dagvörukeðjur vegna gagnkvæmrar söfnunar á verðupplýsingum - Mikilvægt að dagvöruverslanir á Íslandi leggi mat á sína framkvæmd

Þann 21. ágúst síðastliðinn staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála í Noregi ákvörðun norska samkeppniseftirlitsins um að leggja stjórnvaldssektir á þrjár dagvörukeðjur vegna ólögmæts samráðs þeirra á milli. Ákvörðunin var staðfest í heild sinni, þar á meðal stjórnvaldssektir að fjárhæð 4,9 milljarðar norskra króna (um 60 milljarðar íslenskra króna).

26.8.2025 : Missagnir í opinberri umfjöllun Landvirkjunar leiðréttar

Í framhaldi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2025, Ólögmætur verðþrýstingur Landsvirkjunar á raforkumarkaði, birti forstjóri Landsvirkjunar grein á heimasíðu fyrirtækisins þann 22. ágúst sl., undir fyrirsögninni „Afstaða Samkeppniseftirlitsins dýr fyrir neytendur.“ Í greininni er ekki farið rétt með tiltekin lykilatriði málsins.

18.8.2025 : Landsvirkjun sektuð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum

Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt ákvörðun um að leggja 1,4 milljarð króna sekt á Landsvirkjun. Eftir ítarlega rannsókn hefur Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun hafi með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína með verðlagningu á raforku í útboðum Landsnets á árunum 2017 til 2021. 

14.8.2025 : Samkeppniseftirlitið hefur rannsókn á Storytel

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á því hvort Storytel Iceland ehf. og Storyside AB (saman nefnd „Storytel“) hafi brotið gegn banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu, sem kveðið er á um í 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og 54. gr. EES-samningsins. 

15.7.2025 : Kaup Ölgerðarinnar á Kjarnavörum – umsagnarferli

Samkeppniseftirlitið hefur til meðferðar samruna Ölgerðar Egils Skallagrímssonar hf. og Kjarnavörur ehf.

3.7.2025 : Ekkert stendur í vegi þess að Festi geti opnað verslun á Hellu – leiðrétting á fréttaflutningi

Í frétt í Viðskiptablaðinu í gær var fjallað um dagvöruverslun á Hellu og rætt við sveitarstjóra Rangárþings Ytra, Jón G. Valgeirsson. Í fréttinni er ranglega fullyrt að fyrirtækið Festi sem rekur verslanir undir merkjum Krónunnar geti ekki opnað verslun á Hellu á meðan í gildi er sátt Festi við Samkeppniseftirlitið vegna samruna N1 og Festi á árinu 2018. 

1.7.2025 : Samkeppniseftirlitið í 20 ár - Virkt samkeppniseftirlit skilar umtalsverðum þjóðhagslegum ábata

Fyrir réttum 20 árum síðan, eða þann 1. júlí 2005, hóf Samkeppniseftirlitið starfsemi sína í núverandi mynd. Fram að því, eða frá gildistöku samkeppnislaga 1993, hafði Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð farið með framkvæmd samkeppnislaga, auk eftirlits með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. 

30.6.2025 : Samkeppniseftirlitið beinir tilmælum til stjórnvalda vegna gæðaeftirlits endurskoðendaráðs

Samkeppniseftirlitið hefur birt álit nr. 1/2025 , Framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda sem fjallar um tilhögun og framkvæmd gæðaeftirlits með endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum. Endurskoðendaráð annast eftirlitið samkvæmt ákvæðum laga nr. 94/2019. Í álitinu eru reifaðar ályktanir sem draga má af athugunum Samkeppniseftirlitsins á framkvæmd gæðaeftirlitsins.

27.6.2025 : Kaup Ölgerðarinnar á Gæðabakstri – umsagnarferli

Samkeppniseftirlitið hefur til meðferðar samruna ÖES og Gæðabaksturs. Öllum hagaðilum og áhugasömum er veitt tækifæri til þess að koma á framfæri sjónarmiðum vegna samrunans og skulu þau berast eigi síðar en föstudaginn 11. júlí nk.

24.6.2025 : Samrunamál í sumar – tafir og ný mál

Yfirferð nýrra samrunatilkynninga mun tefjast hjá Samkeppniseftirlitinu í sumar. Sama gildir um samrunamál á forviðræðustigi, og þannig ólíklegt að hægt sé að verða við óskum um nýjar forviðræður eða framhald forviðræðna, á sama tímabili. Útlit er fyrir að þessi staða verði uppi fram í miðjan ágúst.

16.6.2025 : Samruni Orkunnar og Samkaupa – umsagnarferli

Öllum hagaðilum er veitt tækifæri til þess að koma á framfæri sjónarmiðum vegna samruna Orkunnar og Samkaupa

13.6.2025 : Samruni afurðarstöðva ógiltur í Þýskalandi – Samanburður við Ísland

Í gær ógilti þýska samkeppniseftirlitið kaup afurðarstöðvarinnar Tönnies á sláturhúsum Vion. Samruninn var ógiltur meðal annars vegna þess að hann myndi styrkja stöðu Tönnies og hafa skaðleg áhrif á bændur og minni keppinauta.

11.6.2025 : Dagsektir lagðar á Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT)

Með heimild í 38. gr. samkeppnislaga leggur Samkeppniseftirlitið dagsektir á SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Skal SVEIT greiða 1.000.000 kr. á dag þar til gögnin sem tilgreind eru í mgr. 15 í bréfi Samkeppniseftirlitsins frá 31. mars 2025 hafa verið afhent eftirlitinu.

3.6.2025 : Norrænu samkeppniseftirlitin í samstarf við eina fremstu hagfræðideild í heimi

Samkeppniseftirlitin í Danmörku, Noregi, Finnlandi og á Íslandi hafa hafið samstarf við Toulouse School of Economics (TSE) sem er ein fremsta hagfræðideild í heimi á sviði samkeppnishagfræði.

21.5.2025 : Búvörulög – Dómur Hæstaréttar Íslands - Brýnt að Alþingi geri breytingar á búvörulögum

Með dómi Hæstaréttar Íslands, sem kveðinn var upp í dag, 21. maí, er snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum 19. nóvember 2024, þess efnis að undanþáguheimildir frá búvörulögum, sem Alþingi hafði samþykkt með lögum nr. 30/2024, hefðu ekki lagagildi. 

Síða 1 af 2