Fréttayfirlit: 2020

Fyrirsagnalisti

18.2.2020 : Vegna mögulegrar sölu verslana á Suðurlandi

Í Morgunblaðinu í dag er að finna umfjöllun um tilraunir Festi, móðurfélags Krónunnar, til sölu á verslun Krónunnar á Hvolsvelli annars vegar og versluninni Kjarval á Hellu hins vegar.

31.1.2020 : Landsréttur hafnar kröfum Eimskips

Með úrskurði 18. desember hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þeirri kröfu Eimskips sem eftir stóð, þ.e. að aflétt yrði haldi sem var lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum gagnanna yrði eytt. Eimskip skaut málinu til Landsréttar.

24.1.2020 : Endurskoðaðar leiðbeinandi reglur Póst- og fjarskiptastofnunar og Samkeppniseftirlitsins um meðferð og úrlausn fjarskipta- og póstmála

Samkeppniseftirlitið vekur athygli á því að í lok síðasta árs tóku gildi uppfærðar reglur um meðferð og úrlausn fjarskipta- og póstmála á vettvangi Samkeppniseftirlitsins og PFS.

3.1.2020 : Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Olís og Mjallar-Friggjar með skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Olíuverzlunar Íslands ehf. (Olís) og Mjallar-Friggjar ehf.