Fréttayfirlit: 2022

Fyrirsagnalisti

21.1.2022 : Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna mögulegra skilyrða sem unnt væri að setja samruna Rapyd og Valitors

Þess er óskað að hagaðilar og aðrir áhugasamir komi á framfæri sjónarmiðum sínum við tillögur samrunaaðila að sáttarskilyrðum um mótaðgerðir eigi síðar en mánudaginn 31. janúar nk.

20.1.2022 : Samkeppniseftirlitinu hefur borist samrunatilkynning vegna kaupa Ardian á Mílu

Samkeppniseftirlitinu barst í gær styttri samrunatilkynning vegna kaupa sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu ehf., dótturfélagi Símans hf. 

6.1.2022 : Samkeppniseftirlitið beinir tilmælum til stjórnvalda um starfsumhverfi Isavia og samkeppnisaðstæður tengdar Keflavíkurflugvelli

Samkeppniseftirlitið hefur birt álit um starfsumhverfi Isavia ohf. og samkeppnisaðstæður tengdar Keflavíkurflugvelli. Álitið er byggt á athugunum Samkeppniseftirlitsins á starfsemi Isavia og rekstri Keflavíkurflugvallar á liðnum árum en einnig er horft til nýlegra tillagna OECD um sama efni.