Fréttayfirlit: 2022

Fyrirsagnalisti

22.12.2022 : Verðhækkanir og eftirlit með mögulegum samkeppnisbrestum

Samkeppniseftirlitið hefur opnað upplýsingasíðu þar sem haldið er utan um upplýsingar, aðgerðir og sjónarmið sem tengjast verðhækkunum á íslenskum mörkuðum og samkeppnisbrestum sem kunna að koma í ljós við ríkjandi efnahagsaðstæður.  

21.12.2022 : Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd birtir álit um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar

Á heimasíðu Alþingis hefur verið birt nefndarálit meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á Samkeppniseftirlitinu. Í tilefni af álitinu hefur verkefnaáætlun SE og upplýsingasíða nú verið uppfærð.

20.12.2022 : Samkeppniseftirlitið birtir ákvörðun vegna laxeldis samruna

Samkeppniseftirlitið hefur birt rökstudda ákvörðun sína þar sem fram koma sjónarmið varðandi alþjóðlegan samruna SalMar og NTS, sem hefði meðal annars leitt til samruna Arnarlax og Arctic Fish. 

15.12.2022 : Vegna viðtals í Morgunblaðinu í tilefni af rannsókn Samkeppniseftirlitsins á kaupum KS á Gunnars majónesi

Í þágu upplýstrar umræðu um meðferð samkeppnismála er óhjákvæmilegt að koma ákveðnum atriðum á framfæri vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á kaupum KS á Gunnars.

13.12.2022 : Samkeppniseftirlitið leggst gegn frumvarpsdrögum um undanþágur frá samkeppnislögum til handa afurðastöðvum í kjötiðnaði

Samkeppniseftirlitið leggst gegn þeim hugmyndum sem fram koma í frumvarpdrögum matvælaráðuneytisins, þess efnis að veita sláturleyfishöfum víðtæka undanþágu frá grunnreglum samkeppnislaga.

7.12.2022 : Samkeppniseftirlitið birtir samkeppnisvísa

Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt á vefsíðu sinni samkeppnisvísa (e. competition indicators) sem gefa vísbendingar um hvernig samkeppnisaðstæðum er háttað hér á landi. Þar sem við á er staða Íslands borin saman við níu samanburðarlönd.

5.12.2022 : Héraðsdómur Reykjavíkur staðfestir úrskurð um ógildingu samruna á markaði fyrir myndgreiningarþjónustu

Samrunaaðilar skutu úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla og með dómi sínum í dag staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð áfrýjunarnefndar.

1.12.2022 : Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samruna Kaupfélags Skagfirðinga, Háa Kletts og Gleðipinna – óskað eftir sjónarmiðum

Samkeppniseftirlitið hefur til rannsóknar fyrirhuguð kaup Kaupfélags Skagfirðinga og Háa kletts ehf. á Gleðipinnum hf. Þeim sem þess óska er hér með boðið að koma á framfæri skriflegum sjónarmiðum sem geta skipt máli við rannsóknina.

21.11.2022 : Héraðsdómur snýr úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála

Héraðsdómur Reykjavíkur sneri úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 2. desember 2021 og komst að þeirri niðurstöðu að Samskip hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn áfrýjunarnefndar um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið frá 16. júní 2021.

14.11.2022 : Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Síldarvinnslunnar og Vísis

Með ákvörðuninni er tekin afstaða til kaupa Síldarvinnslunnar á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Vísi, en í kaupunum felst samruni í skilningi samkeppnislaga. Niðurstaða rannsóknarinnar er að ekki séu forsendur til íhlutunar í málinu.

2.11.2022 : Samkeppniseftirlitið leitar að öflugum lögfræðingi

Samkeppniseftirlitið auglýsir eftir lögfræðingi í fullt starf. Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember 2022.

1.11.2022 : Samþjöppun stöðvuð í íslensku laxeldi

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins greindi frá því í gær að rannsókn hennar á samruna norsku fyrirtækjanna Salmar og NTS væri að ljúka með skilyrðum, sem fela í sér að dótturfyrirtækið Arctic Fish verði selt til frá hinu sameinaða fyrirtæki.

31.10.2022 : Varnaðaráhrif sekta í samkeppnismálum – Óskað eftir sjónarmiðum

Samkeppniseftirlitið hefur hingað til ekki sett almennar reglur um ákvörðun stjórnvaldssekta, líkt og víða þekkist í nágrannalöndum. Nú er til skoðunar að setja slíkar reglur og gefst hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum tækifæri til að koma á framfæri sjónarmiðum sem gætu nýst í þeirri vinnu.

27.10.2022 : Ekki farið rétt með í frétt Morgunblaðsins um sölu Símans á Mílu

Í umfjöllun Morgunblaðsins um greiðslu til hluthafa Símans við sölu á Mílu er látið að því liggja að lífeyrissjóðir hafi orðið fyrir sex milljarða króna tapi vegna verulegra tafa við sölu á félaginu, sem rekja megi til samrunarannsóknar Samkeppniseftirlitsins. Í þágu upplýstrar umræðu er óhjákvæmilegt að leiðrétta framangreint.

18.10.2022 : Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Haga hf. og Eldum rétt ehf. án íhlutunar

Samkeppniseftirlitið hefur lokið rannsókn sinni á kaupum Haga hf. á öllu hlutafé í Eldum rétt ehf. og heimilað samrunann án íhlutunar.

12.10.2022 : Ráðstefna um áhrif samkeppni á hagvöxt og launakjör – upptaka af fundinum

Samkeppniseftirlitið stóð á dögunum fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni „Áhrif samkeppni á hagvöxt og launakjör“. Fundurinn fór fram á Grand Hótel í Reykjavík en aðalfyrirlesari var Fiona Scott Morton, hagfræðiprófessor við Yale-háskóla í Bandaríkjunum.

11.10.2022 : Úrskurður um brot Símans á sátt við Samkeppniseftirlitið felldur úr gildi í héraði

Með dómi sínum í dag hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fellt úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2020, þar sem staðfest var sú niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að Síminn hefði brotið gegn sátt sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið þann 15. apríl 2015. Jafnframt er felld út gildi stjórnvaldsekt Símans vegna brotsins, að fjárhæð 200 milljónir króna.

5.10.2022 : Kortlagning á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja sérstaka athugun sem miðar að því að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja. Sem lið í þessari vinnu hefur matvælaráðuneytið nú gert samning við Samkeppniseftirlitið, sem gerir því kleift að hefja framangreinda athugun.

30.9.2022 : Nýtt fræðslumyndband um ólögmætt samráð

Samkeppniseftirlitið birtir í dag þriðja myndbandið í röð fræðslumyndbanda sem ætlað er að útskýra samkeppnistengd málefni á myndrænan og einfaldan hátt. Myndbandið sem er frumsýnt í dag fjallar um ólögmætt samráð og mögulegar afleiðingar þess.

20.9.2022 : Söguleg samrunaákvörðun framkvæmdastjórnarinnar

Á dögunum ógilti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kaup Illumina á Grail. Í apríl á síðasta ári samþykkti framkvæmdastjórnin beiðni Samkeppniseftirlitsins og fimm annarra samkeppnisyfirvalda í Evrópu, um að taka samruna Illumina og Grail til meðferðar.

Síða 1 af 3