Laus störf - Ert þú öflugur hagfræðingur sem vilt stuðla að heilbrigðu samkeppnisumhverfi?
Samkeppniseftirlitið leitar eftir hæfileikaríkum og metnaðarfullum hagfræðingi með brennandi áhuga á samkeppnismálum og greiningarvinnu. Við leitum að einstaklingi í starf sérfræðings sem vill efla virka samkeppni á Íslandi og hafa jákvæð áhrif á þróun atvinnulífsins.
Í starfi þínu munt þú vinna náið með aðalhagfræðingi, teymisstjórum og sérfræðingum stofnunarinnar. Verkefnin eru fjölbreytt, krefjandi og hafa bein áhrif á ákvarðanir sem skipta máli fyrir neytendur og fyrirtæki.
Helstu verkefni
- Söfnun og greining gagna, m.a. tölfræðileg úrvinnsla og hagfræðilegar greiningar
- Mótun og skrif ákvarðana, skýrslna og stefnumótandi greininga
- Miðlun hagfræðilegrar þekkingar til samstarfsfólks og stjórnvalda
- Samskipti við fyrirtæki, opinberar stofnanir, hagsmunaaðila og erlenda samstarfsaðila
- Þróun og innleiðing nýrra greiningaraðferða
- Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi, m.a. á vettvangi EES og ESB
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf í hagfræði eða skyldum greinum (doktorsgráða er kostur)
- Framúrskarandi færni í gagnagreiningu og góð greiningarhæfni
- Þekking á atvinnuvegahagfræði og/eða samkeppnismálum er kostur
- Framúrskarandi hæfni til að miðla flóknum atriðum á skýran hátt, bæði á íslensku og ensku
- Góð samskiptafærni og hæfni til að vinna undir álagi
- Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
Hvers vegna Samkeppniseftirlitið?
Við bjóðum þér starfsumhverfi þar sem þú hefur tækfæri til að:
- Taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem hafa bein áhrif á hag neytenda og þróun atvinnulífsins
- Þróa hæfni þína í öflugum hópi á sviði hagfræði og lögfræði
- Starfa á sveigjanlegum og fjölskylduvænum vinnustað
- Efla þekkingu þína með símenntun og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi
- Koma að verkefnum þar sem framlag þitt skiptir máli og hefur raunveruleg áhrif
Umsókn
Umsóknarfrestur: Til og með 3. september 2025
Sótt er um starfið á www.starfatorg.is
Með umsókn skal fylgja:
- Ferilskrá
- Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu
- Afrit af prófskírteinum og einkunnum úr námi
- Hægt er að senda stutt dæmi um skriflegt efni eða greiningar sem þú hefur unnið (t.d. minnisblað, greining eða skýrsla) með umsókn. Einnig má tiltaka meðmælendur.
Starfshlutfall: 100%
Launakjör: Samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og viðeigandi stéttarfélags
Nánari upplýsingar
- Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur (valur.thrainsson@samkeppni.is)
- Karítas Jónsdóttir, rekstrarstjóri (karitas.m.jonsottir@samkeppni.is)
Sími: 585 0700
Samkeppniseftirlitið áskilur sér rétt til að ráða í stöðu á grundvelli auglýsingarinnar næstu sex mánuði. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar og lögum um auglýsingar á lausum störfum. Öllum umsóknum verður svarað.
Vilt þú vinna þar sem þitt framlag skiptir máli?
Vertu hluti af því að tryggja heilbrigða samkeppni á Íslandi.