2.10.2025

Mikilvægi samkeppninnar - Hvað getum við lært af reynslunni og hvert skal stefna?

Samkeppniseftirlitið býður til opins fundar í Hörpu miðvikudaginn 22. október nk.

Miðvikudaginn 22. október frá kl.13:00 til 16:45 | Í Hörpu og í streymi |
SKRÁNING HÉR

Í tilefni af 20 ára afmæli Samkeppnieftirlitsins býður stofnunin til opins fundar í Hörpu miðvikudaginn 22. október nk. kl. 13:00. Fundinum verður einnig streymt.

Á fundinum verður m.a. fjallað um:

  • reynslu af framkvæmd samkeppniseftirlits í Evrópu,
  • helstu áskoranir í baráttunni gegn samráði, misnotkun á markaðsráðandi stöðu og skaðlegum samrunum,
  • þýðingu samkeppnisreglna EES-samningsins,
  • leiðir til að efla samkeppni heima fyrir og jafnframt styrkja samkeppnishæfni erlendis,
  • tengsl samkeppni og atvinnustefnu.

Aðgangur að fundinum er ókeypis. Hægt er að taka þátt með rafrænum hætti eða koma í Hörpu og taka þátt í umræðum um samkeppnismál. Í báðum tilvikum þarf að SKRÁ SIG HÉR.

Nánari upplýsingar um þátttakendur

Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar. Hún er menntuð í heimspeki, hagfræði og viðskiptafræði og hefur áunnið sér víðtæka reynslu á sviði stjórnmála, fjölmiðlunar og stjórnunarstarfa innan háskóla, heilbrigðisgeirans og einkageirans.

Natalie Harsdorf er forstjóri austurríska samkeppniseftirlitsins (Bundeswettbewerbsbehörde) og lögfræðingur með doktorspróf og LL.M. gráðu. Hún hefur starfað hjá stofnuninni frá árinu 2009 og gegnt þar lykilhlutverkum, auk þess að hafa sinnt fræðslu og alþjóðlegu samstarfi á sviði samkeppnisréttar.

Páll Hreinsson er forseti EFTA-dómstólsins frá árinu 2018. Hann er fyrrverandi hæstaréttardómari og prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands, með sérhæfingu á sviði stjórnsýsluréttar og víðtæka reynslu af störfum innan dóms- og stjórnsýslukerfisins.

Páll Gunnar Pálsson hefur verið forstjóri Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2005. Páll Gunnar er lögfræðingur að mennt.

Tommaso Valletti er prófessor í hagfræði við Imperial College London og gegndi embætti aðalhagfræðings hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (DG COMP) á árunum 2016–2019. Hann hefur víðtæka reynslu á sviði samkeppnis- og atvinnuvegahagfræði og birt fjölmargar greinar í virtum alþjóðlegum fræðiritum.