2.10.2025

Mikilvægi samkeppninnar - Hvað getum við lært af reynslunni og hvert skal stefna?

Samkeppniseftirlitið býður til opins fundar í Hörpu miðvikudaginn 22. október nk.

Miðvikudaginn 22. október frá kl.13:00 til 16:30 | Í Hörpu og í streymi |
SKRÁNING HÉR

Í tilefni af 20 ára afmæli Samkeppnieftirlitsins býður stofnunin til opins fundar í Hörpu miðvikudaginn 22. október nk. kl. 13:00. Skráning hefst kl. 12:30 og fundardagskránni lýkur kl. 16:30. Léttar veitingar verða boðnar fyrir viðstadda í framhaldinu. Fundinum verður einnig streymt.

Á fundinum verður m.a. fjallað um:

  • reynslu af framkvæmd samkeppniseftirlits í Evrópu,
  • helstu áskoranir í baráttunni gegn samráði, misnotkun á markaðsráðandi stöðu og skaðlegum samrunum,
  • þýðingu samkeppnisreglna EES-samningsins,
  • leiðir til að efla samkeppni heima fyrir og jafnframt styrkja samkeppnishæfni erlendis,
  • tengsl samkeppni og atvinnustefnu.

Dagskrá

  • 12:30–13:00 Skráning
  • 13:00–13:10 Opnunarávarp - atvinnuvegaráðherra
  • 13:10–13:15 Samkeppniseftirlitið í 20 ár – Myndband
  • 13:15–13:40 Framsaga I: Natalie Harsdorf, forstjóri samkeppniseftirlitsins í Austurríki
  • 13:40–14:05 Framsaga II: Páll Hreinsson, forseti EFTA-dómstólsins
  • 14:05–14:25 Kaffihlé
  • 14:25–14:50 Framsaga III: Tommaso Valletti, prófessor við Imperial College London og fyrrverandi aðalhagfræðingur samkeppnisdeildar framkvæmdastjórnar ESB
  • 14:50–15:30 Pallborð I: Natalie Harsdorf, Páll Hreinsson, Tommaso Valletti og Páll Gunnar Pálsson
  • 15:30-16:20 Pallborð II (á íslensku): Halla Gunnarsdóttir, Ólafur Stephensen, Breki Karlsson, Sigríður Margrét Oddsdóttir, Páll Gunnar Pálsson
  • 16:20-16:30 Lokaorð
  • 16:30–18:30 Móttaka
Halla Gunnarsdóttir og Ólafur Stephensen leiða umræður í pallborðum

Aðgangur að fundinum er ókeypis. Hægt er að taka þátt með rafrænum hætti eða koma í Hörpu og taka þátt í umræðum um samkeppnismál. Í báðum tilvikum þarf að SKRÁ SIG HÉR.

Nánari upplýsingar um þátttakendur

Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Hann er menntaður í viðskiptafræði og hefur starfað að málefnum neytenda í rúma tvo áratugi, m.a. sem framkvæmdastjóri samtakanna og formaður stjórnar evrópskra neytendasamtaka.

Halla Gunnarsdóttir er formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins. Hún er alþjóðastjórnmálafræðingur og kennari að mennt og hefur víðtæka reynslu af stjórnmálum, blaðamennsku og stefnumótun.

Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar. Hún er menntuð í heimspeki, hagfræði og viðskiptafræði og hefur áunnið sér víðtæka reynslu á sviði stjórnmála, fjölmiðlunar og stjórnunarstarfa innan háskóla, heilbrigðisgeirans og einkageirans.

Natalie Harsdorf er forstjóri austurríska samkeppniseftirlitsins (Bundeswettbewerbsbehörde) og lögfræðingur með doktorspróf og LL.M. gráðu. Hún hefur starfað hjá stofnuninni frá árinu 2009 og gegnt þar lykilhlutverkum, auk þess að hafa sinnt fræðslu og alþjóðlegu samstarfi á sviði samkeppnisréttar.

Páll Hreinsson er forseti EFTA-dómstólsins frá árinu 2018. Hann er fyrrverandi hæstaréttardómari og prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands, með sérhæfingu á sviði stjórnsýsluréttar og víðtæka reynslu af störfum innan dóms- og stjórnsýslukerfisins.

Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu af stjórnunar- og hagsmunagæsluverkefnum fyrir atvinnulífið, m.a. sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í fjölmörgum félögum.

Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann er menntaður í stjórnmálafræði og á að baki áratuga reynslu úr fjölmiðlum sem blaðamaður og ritstjóri.

Tommaso Valletti er prófessor í hagfræði við Imperial College London og gegndi embætti aðalhagfræðings hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (DG COMP) á árunum 2016–2019. Hann hefur víðtæka reynslu á sviði samkeppnis- og atvinnuvegahagfræði og birt fjölmargar greinar í virtum alþjóðlegum fræðiritum.