12.9.2005

Samkeppniseftirlitið tekur ákvörðun til bráðabirgða vegna ætlaðra brota Íslenska sjónvarpsfélagsins sem felast í neitun á að afhenda á sjónvarpsdagskrá Enska boltans

Samkeppniseftirlitið tók í dag ákvörðun til bráðabirgða nr. 1/2005 vegna ætlaðra brota Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem rekur sjónvarpsstöðvarnar Skjá einn og Enska boltan, á skilyrðum sem sett voru í ákvörðun samkeppnisráðs frá 11. mars 2005. Sú ákvörðun fól í sér skilyrði fyrir því að Landssíma Íslands væri heimilt að kaupa Íslenska sjónvarpsfélagið. Í bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Landssími Íslands hafi ekki einkarétt til að dreifa Enska boltanum á fjarskiptakerfum fyrirtækisins. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er fyrirmælum beint til Íslenska sjónvarpsfélagsins í því skyni að vernda samkeppni á m.a. fjarskiptamarkaði.

Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).