14.3.2011

Frekari aðgerðir í tengslum við meint ólögmætt samráð Byko og Húsasmiðjunnar

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur í dag, yfirheyrt alls sautján manns sem allir eru stjórnendur eða starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar hf. Yfirheyrslum er nú lokið og eru allir frjálsir ferða sinna. Unnið er að rannsókn málsins í samvinnu við Samkeppniseftirlitið.

Ríkislögreglustjórinn / Samkeppniseftirlitið, 14. mars 2011