1.4.2011

Samkeppniseftirlitið opnar í dag nýjan og öflugan vef í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækið Hugsmiðjuna

Eplica

Mikil vinna hefur verið lögð í að gera vefinn eins notendavænan og aðgengilegan eins og kostur er. Lögð hefur verið sérstök áhersla á leitarsvæði sem nefnist „úrlausnir“. Auk þess hefur leiðarkerfi vefsins verið einfaldað og útlit hans bætt. Á leitarsvæðinu „úrlausnir“ má finna allar ákvarðanir, álit, umsagnir og skýrslur Samkeppniseftirlitsins. Á þessu leitarsvæði má einnig finna úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála og dóma Hæstaréttar og héraðsdóms sem tengjast úrlausnum stofnunarinnar og fyrirrennara hennar. Þá hefur verið lögð mikil vinna í að tengja allar úrlausnir saman við annað útgefið efni og dóma til að tryggja að notendur geti fljótt og auðveldlega fundið þær upplýsingar sem þeir óska og fengið heildstæða mynd af ferli og afdrifum hverrar úrlausnar.

Það er von Samkeppniseftirlitsins að þessi nýi  vefur verði gagnvirk gátt fyrir almenning og fyrirtæki  og nýtist bæði til að afla upplýsinga og til að koma sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. Þeir sem hafa einhverjar ábendingar eða athugasemdir sem varða vefinn eða efni hans eru vinsamlegast beðnir að senda þær á netfangið vefstjori@samkeppni.is.