19.4.2011

Húsleit hjá Vífilfelli og Ölgerð Egils Skallagrímssonar

Í tilefni af fréttaumfjöllun vill Samkeppniseftirlitið taka fram að það hefur í dag framkvæmt húsleit hjá Vífilfelli hf. og Ölgerð Egils Skallagrímssonar hf. Aðgerðirnar eru liður í rannsókn sem einkum beinist að hugsanlegum brotum á banni samkeppnislaga við samráði keppinauta.