9.5.2011

Sænska samkeppniseftirlitið rannsakar póstmarkaðinn

Sænska samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit hjá sænska póstinn og kannaði gögn þar.

Var þessi húsleit framkvæmd vegna rannsóknar þeirra á póstmarkaðnum í Svíþjóð og vegna gruns um mögulegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu póstsins. Fram kemur í fréttatilkynningu sænska samkeppniseftirlitsins að gögnum hafi verið safnað og hafist verður strax handa við greiningu og rannsókn á þeim.

Sjá nánar á vef sænska samkeppniseftirlitsins.