26.5.2011

Ræða Páls Gunnars Pálssonar á ráðstefnu Viðskiptaráðs Íslands um Markaðsráðandi stöðu og beitingu samkeppnislaga

Páll Gunnar PálssonFimmtudaginn 19. maí s.l. var haldin ráðstefna á vegum Viðskiptráðs Íslands í samvinnu við LEX lögmannsstofa, LOGOS lögmannsþjónusta og Háskólann í Reykjavík, en ráðstefnan bar yfirskriftina Markaðsráðandi staða og beiting samkeppnislaga. Ráðstefnan var haldin í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu og var hún vel sótt. Frummælendur voru þeir prófessor Richard Wish við King's College í London, Simen Karlsen yfirhagfræðingur hjá Copenhagen Economics og svo Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Samkeppniseftirlitið þakkar það frumkvæði sem þessir aðilar höfðu með því að standa að þarfri umræðu um samkeppnismál. Það að háskóli, öflug hagsmunasamtök í viðskiptalífinu og tvær af stærstu lögmannsstofum langsins leggi saman krafta sína og standi að umræðu af þessu tagi sýnir mikilvægi málaflokksins á þeim tímum sem við lifum nú.

Að loknum ræðum framsögumanna og spurningum úr sal voru pallborðsumræður og bættust þá við þeir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar.
 

Ari Kristinn Jónsson  Richard Whish  SE_ICA_img_0286

 

Úr ræðu Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins:

Hér á landi hafa bankarnir þrír sem reistir voru á rústum fallinna banka, ráðið lífi og dauða fyrirtækja á flestum samkeppnismörkuðum síðustu þrjú ár tæp. Fyrirtækja sem í mörgum tilvikum voru yfirskuldsett og eru það sum enn.  Fyrirtækja sem mörg hver hafa orðið fyrir gríðarlegum samdrætti í eftirspurn og tekjum. Við þessar aðstæður er mikil hætta á að samþjöppun aukist. Aðstæðurnar bjóða einnig þeirri hættu heim að fyrirtæki freistist til þess að misnota markaðsráðandi stöðu sína eða leiti ólögmæts samstarfs við keppinauta í því skyni að laga stöðuna. Í slíkum aðgerðum felst oft tilflutningur á tjóni, frá viðkomandi fyrirtækjum til viðskiptavina þeirra og oft á tíðum neytenda.

Ræða Páls Gunnars Pálssonar á ensku
Glærur Páls Gunnars með ræðu

Sjá einnig vef Viðskiptaráðs.

 

Heimir Arnar Herbertsson  Helga Melkorka Óttarsdóttir  SE_ICA_img_0299  Páll Gunnar Pálsson  Benedikt Jóhannesson