22.6.2011

Eftirlitsstofnun EFTA í heimsókn hjá Samkeppniseftirlitinu

Frá heimsókn ESA til SamkeppniseftirlitsinsFulltrúar frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimsóttu Samkeppniseftirlitið nýverið. Haldnir voru fyrirlestrar fyrir starfsmenn Samkeppniseftirlitsins um störf ESA og beitingu stofnunarinnar á 53. og 54. gr. samningsins um evrópska efnahagssvæðisins en þær eru nánast samhljóða 10. og 11. gr. samkeppnislaga. Jafnframt var farið  yfir heimildir Samkeppniseftirlitsins til að beita bannákvæðum 53. gr. og 54. gr. samningsins og samstarf stofnananna tveggja í slíkum málum. Þá hélt Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, kynningu fyrir fulltrúa ESA um helstu verkefni eftirlitsins í dag.

Þótti heimsókn þessi takast afar vel og var hún gagnleg á báða bóga. Von er til þess að samstarf og samskipti ESA og Samkeppniseftirlitsins verði enn betri og nánari fyrir vikið.

 

Frá heimsókn ESA til Samkeppniseftirlitsins  Frá heimsókn ESA til Samkeppniseftirlitsins  Frá heimsókn ESA til Samkeppniseftirlitsins