24.3.2006

Ráðstefna um samkeppnismál

Þann 7. apríl næstkomandi efnir Samkeppniseftirlitið til morgunráðstefnu þar sem fjallað verður um fákeppni og samþjöppun í smærri hagkerfum.

Við höfum í þessu skyni  fengið til liðs við okkur virta fræðimenn á sviði samkeppnismála og forstjóra þriggja norrænna samkeppniseftirlita. Það er von okkar að ráðstefnan geti orðið gott innlegg í umræðu um þessi mál, jafnframt því sem ráðstefnan er liður í almennri stefnumótun Samkeppniseftirlitsins sjálfs.

Skráning á ráðstefnuna - Skáningu lokið.