Samningar Kópavogsbæjar vegna líkamsræktarstöðva sem reknar eru í húsakynnum sundlauga Kópavogs
 Samkeppniseftirlitið og Kópavogsbær hafa gert með sér sátt, dags. 5. desember sl., vegna útleigu bæjarins á húsnæði til reksturs líkamsræktarstöðva samhliða sölu á árskortum í sundlaugar bæjarins. Voru árskortin seld viðskiptavinum líkamsræktarstöðvanna með verulegum afslætti frá almennu verði. Hið leigða húsnæði er hluti af húsnæði sundlauga Kópavogs, þ.e.a.s. Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut og Salalaug í Íþróttamiðstöð Kópavogs við Versali. Í sáttinni er m.a. kveðið á um að Kópavogsbær skuli bjóða út umrætt húsnæði til leigu á markaði og selja viðskiptavinum líkamsræktarstöðvanna aðgang að sundlaugum og baðaðstöðu á verði, sem ekki verði lægra en lægsta gjald sem almennum sundlaugargestum standi til boða, þegar þeir kaupa sér aðgang sem einstaklingar.
Samkeppniseftirlitið og Kópavogsbær hafa gert með sér sátt, dags. 5. desember sl., vegna útleigu bæjarins á húsnæði til reksturs líkamsræktarstöðva samhliða sölu á árskortum í sundlaugar bæjarins. Voru árskortin seld viðskiptavinum líkamsræktarstöðvanna með verulegum afslætti frá almennu verði. Hið leigða húsnæði er hluti af húsnæði sundlauga Kópavogs, þ.e.a.s. Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut og Salalaug í Íþróttamiðstöð Kópavogs við Versali. Í sáttinni er m.a. kveðið á um að Kópavogsbær skuli bjóða út umrætt húsnæði til leigu á markaði og selja viðskiptavinum líkamsræktarstöðvanna aðgang að sundlaugum og baðaðstöðu á verði, sem ekki verði lægra en lægsta gjald sem almennum sundlaugargestum standi til boða, þegar þeir kaupa sér aðgang sem einstaklingar.
Sjá nánar ákvörðun nr. 3/2012.