17.2.2012

Samningar Kópavogsbæjar vegna líkamsræktarstöðva sem reknar eru í húsakynnum sundlauga Kópavogs

Merki KópavogsbæjarSamkeppniseftirlitið og Kópavogsbær hafa gert með sér sátt, dags. 5. desember sl., vegna útleigu bæjarins á húsnæði til reksturs líkamsræktarstöðva samhliða sölu á árskortum í sundlaugar bæjarins. Voru árskortin seld viðskiptavinum líkamsræktarstöðvanna með verulegum afslætti frá almennu verði. Hið leigða húsnæði er hluti af húsnæði sundlauga Kópavogs, þ.e.a.s. Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut og Salalaug í Íþróttamiðstöð Kópavogs við Versali. Í sáttinni er m.a. kveðið á um að Kópavogsbær skuli bjóða út umrætt húsnæði til leigu á markaði og selja viðskiptavinum líkamsræktarstöðvanna aðgang að sundlaugum og baðaðstöðu á verði, sem ekki verði lægra en lægsta gjald sem almennum sundlaugargestum standi til boða, þegar þeir kaupa sér aðgang sem einstaklingar.

Sjá nánar ákvörðun nr. 3/2012.