9.3.2012

Samkeppniseftirlitið, málshraði og endurreisnin

Í dag birtist á vefnum okkar nýr pistill nr. 2/2012 frá Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Í pistlinum fjallar hann um málshraða eftirlitsins, fer yfir meðferð samrunamála og fjárheimildir til eftirlitsins.

Páll Gunnar Pálsson forstjóri SamkeppniseftirlitsinsÁ þriggja ára tímabili eftir hrun, eða árin 2009-2011, tók Samkeppniseftirlitið tæplega 80 ákvarðanir í samrunamálum. Vel flestar vörðuðu endurskipulagningu atvinnulífsins, beint eða óbeint. Rúmlega helmingur þeirra fjallaði beinlínis um yfirtöku banka á fyrirtækjum.