2.4.2012

Elds er þörf - Ársrit Samkeppniseftirlitsins er komið út

Forsíða ársrits Samkeppniseftirlitsins 2012 Elds er þörfSamkeppniseftirlitið birtir í dag ársrit sitt, undir fyrirsögninni Elds er þörf. Heiti ritsins vísar til þess að samkeppni á mörkuðum er krafturinn, eða eldurinn, sem nýta þarf til að hraða endurreisn atvinnulífs og þar með hagsæld.
 
Í ársritinu er fjallað um starfsemi Samkeppniseftirlitsins síðustu misseri og viðfangsefni og áherslur á árinu 2012.  M.a. er fjallað um eftirfarandi:
 

Bls. 6 og 20 Stiklað á stóru 2011
Bls. 8           Dregið hefur úr yfirráðum banka á atvinnufyrirtækjum...
                    ...en fyrirtæki koma of skuldsett úr úr endurskipulagningunni
Bls. 10         Bankar eru ekki góðir eigendur atvinnufyrirtækja...
                    ...Inngrip í yfirtökur banka á fyrirtækjum hafa skilað árangri.
Bls. 12         Aukin samþjöppun á fjármálamarkaði...
                    ...Hagræðing er mikilvæg en hún má ekki vera á kostnað viðskiptavina
Bls. 14         Talsverðar aðgangshindranir á dagvörumarkaði...
                    ...Sagt frá nýlegri skýrslu um verðþróun og samkeppni á
                    dagvörumarkaði
Bls. 16         Afnám samkeppnishindrana, hraðari endurreisn...
                    ...Fjallað um opinberar samkeppnishindranir og beitingu samkeppnislaga gagnvart fyrirtækjum.
Bls. 18         Beiting nýrra heimilda Samkeppniseftirlitsins...
                    ...Nýjar markaðsrannsóknir kynntar til sögunnar.
Bls. 19         Sparnaður í fjárveitingum dýrkeyptur almenningi og fyrirtækjum.

Tilvitnanir:
- „Um þriðjungur stjórnenda stærri íslenskra fyrirtækja, sem hafa verið seld eða gengið í gegnum endurskipulagningu, telja að fyrirtækið geti ekki staðið undir núverandi skuldabyrði eða að óvíst sé að það geti staðið undir henni.”

- „Búast má við því að Samkeppniseftirlitið hefji sérstök stjórnsýslumál til þess að meta hvort tiltekin viðskiptakjör birgja á matvörumarkaði séu lögmæt.”

- „Það er lýsandi um stöðu samkeppnismála að Samkeppniseftirlitið þurfti að grípa inn í rúmlega 60% allra samruna sem á borð þess komu á árinu 2011.”

- „Frá árinu 2008 hafa fjárveitingar til eftirlitsins lækkað um 8% að raungildi á meðan málum hefur fjölgað um 80%.”