26.1.2007

Samkeppniseftirlitið flytur í nýtt húsnæði

B26Samkeppniseftirlitið hefur tekið á leigu nýtt skrifstofuhúsnæði að Borgartúni 26. Fyrirhugað er að flytja starfsemi eftirlitsins í hið nýja húsnæði á miðju þessu ári.

„Flutningur í nýtt húsnæði er liður í því að styrkja umgjörðina um okkar starfsemi. Húsnæðið og allar aðstæður verða sniðnar að þörfum Samkeppniseftirlitsins og skapa starfsmönnum þess ákjósanlegt vinnuumhverfi. Það eru spennandi tímar framundan”, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri.

Samkeppniseftirlitið auglýsti eftir húsnæði og tók ákvörðun um leigu í samvinnu við fjármála- og viðskiptaráðuneyti, Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins. Meðfylgjandi er tölvumynd af húsnæðinu.