9.2.2007

Hæstiréttur dæmir Samkeppniseftirlitinu í hag í Máli Rannsóknarstofunnar Mjódd sf.

Rannsóknarstofan í Mjódd sf. höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og krafðist þess að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 6/2005 yrði felldur úr gildi. Í því máli hafði áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfest þá ákvörðun samkeppnisráðs nr. 1/2005 að ekki væru lagaskilyrði fyrir því að grípa til aðgerða á grundvelli samkeppnislaga gegn tilteknum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Þann 17. maí 2006 hafnaði Héraðsdómur þessari kröfu Rannsóknarstofunnar. Máli þessu var skotið til Hæstaréttar sem staðfesti í gær dóm Héraðsdóms.

Dómur Hæstaréttar