16.5.2013

Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup 365 miðla ehf. á Midi.is ehf., með skilyrðum

Merki vefsins miði.isSamkeppniseftirlitið hefur birt ákvörðun nr. 13/2013, Kaup 365 miðla ehf. á öllum hlutum í Midi.is ehf., af Digitalus ehf. Í ákvörðuninni er fjallað um samruna 365 miðla ehf. eins stærsta fjölmiðlafyrirtækis landsins og Midi.is ehf. sem sérhæfir sig í umboðssölu aðgöngumiða á dægurviðburði á Internetinu.

Við rannsókn málsins aflaði Samkeppniseftirlitið upplýsinga og sjónarmiða frá samrunaaðilum, keppinautum þeirra og viðskiptavinum Mida.is. Í umsögnum markaðsaðila komu fram ákveðnar áhyggjur af fyrirhuguðum samruna. Viðræður við samrunaaðila hafa leitt til sáttar á milli samrunaaðila og Samkeppniseftirlitsins þar sem samrunanum eru sett skilyrði. Með skilyrðunum er leitast við að tryggja sjálfstæði Mida.is gagnvart annarri starfsemi 365 miðla og þá einkum hvað varðar sölu á auglýsingum.