22.6.2007

Fréttatilkynning - Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir að Icelandair hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2007, frá 30. mars sl, þess efnis að með kynningu og sölu á flugfargjöldum, svokölluðum Netsmellum að upphæð 16.900 kr., sem stóðu viðskiptavinum Icelandair ehf., til boða á árinu 2004 á flugleiðinni milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar annars vegar og á flugleiðinni milli Keflavíkur og London hins vegar, hafi félagið misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn samkeppnislögum.

Icelandair er gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 130 milljónir króna í ríkissjóð.

Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 4/2007.