3.6.2013

Ráðherra í heimsókn

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherraSamkeppniseftirlitið fékk nýverið heimsókn frá Ragnheiði Elínu Árnadóttur, nýjum iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Var heimsóknin að frumkvæði ráðherra þar sem hún vildi kynna sér stofnanir ráðuneytisins, starfsemi þeirra og starfsfólk. Tekið var á móti ráðherra með stuttri kynningu á starfsemi SE, auk þess sem hún heilsaði upp á starfsfólk.

Samkeppniseftirlitið óskar ráðherra velfarnaðar í starfi, þakkar fyrir komuna og væntir þess að samstarf og samvinna verði með ágætum á komandi misserum.