23.7.2007

Samkeppniseftirlitið flutt í Borgartún 26

B26

Samkeppniseftirlitið hefur flutt starfsemi sína frá Rauðarársstíg 10 þar sem stofnunin hefur verið til húsa síðan hún var sett á laggirnar fyrir tveimur árum síðan.  Samkeppniseftirlitið hóf starfsemi sína í því húsnæði sem Samkeppnisstofnun og Verðlagsstofnun, höfðu áður nýtt undir sinn rekstur. Það húsnæði var óhentugt og var því ákveðið að finna nýtt og betra húsnæði fyrir stofnunina.  Nú tveimur árum síðar er stofnunin flutt í nýjar  skrifstofur sem eru að finna á annarri hæð í nýju og glæsilegu skrifstofuhúsnæði sem stendur við Borgartún 26.