2.9.2013

Ný stjórn Samkeppniseftirlitsins

Mynd: Samsett mynd af merki Samkeppniseftirlitsins og skjaldamerki ÍslandsRagnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn Samkeppniseftirlitsins til næstu fjögurra ára.

Formaður stjórnarinnar er Kristín Haraldsdóttir forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar lagadeildar HR  og auk hennar eru aðalmenn í stjórn þau Elmar Hallgríms Hallgrímsson lektor við HÍ og Guðrún Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri LÍN.

Varamenn eru þau Eyvindur Grétar Gunnarsson, Valgerður Rún Benediktsdóttir og Runólfur Þór Sanders.