11.4.2008

Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfum Mjólkursamsölunnar og tengdra fyrirtækja um að forstjóri og starfsmenn víki sæti

Samkeppniseftirlitið hefur með Hæstaréttardómi nr. 558/2007, verið sýknað af kröfum Mjólkursamsölunnar (MS) og tengdra fyrirtækja, þess efnis að viðurkennt yrði að forstjóra og öðrum starfsmönnum væri skylt að víkja sæti við rannsókn á ætluðum brotum MS o.fl. gegn samkeppnislögum.