10.2.2014

Pistill forstjóra - Velferð, samkeppni og beittar tennur

Páll Gunnar Pálsson forstjóri SE, Pétur Reimarsson forstöðumaður hjá SA og Ari Edwald forstjóri 365Í síðustu viku sótti Páll Gunnar forstjóri SE fund Félags atvinnurekenda en á þeim fundi var rætt um hvernig mætti hlúa að viðskiptum og velferð. Í framhaldi þess fundar ritaði Páll Gunnar grein sem birtist í Morgunblaðinu 7. febrúa s.l. og hér er pistill unninn upp úr þeirri grein.

Pistill nr. 01/2014Páll Gunnar Pálsson forstjóri SamkeppniseftirlitsinsUmræðan á vettvangi Félags atvinnurekenda gefur vonir um að samtök í atvinnulífinu, Samkeppniseftirlitið og önnur stjórnvöld geti tekið höndum saman með það að markmiði að efla samkeppni á Íslandi. Þar geta allir lagt hönd á plóg. Samtök í atvinnulífinu geta skapað aga á sínum vettvangi með því að líða ekki samkeppnislagabrot í sínum röðum og stjórnvöld geta innleitt hugarfar samkeppni sín á meðal.