3.6.2014

Gagnaöflun vegna rannsóknar

Mynd af fingrafari á hörðum diskiÍtilefni af fyrirspurnum fjölmiðla um rannsókn á Eimskipafélagi Íslands hf. og Samskipum hf. og tengdum félögum vill Samkeppniseftirlitið taka fram eftirfarandi:  Við athugun á þeim gögnum sem aflað var með húsleit hjá fyrirtækjunum þann 10. september sl. hefur komið í ljós að þörf var viðbótargagnaöflunar vegna málsins. Sú gagnaöflun hefur farið fram í dag. Rannsókn málsins er áfram ætlað að varpa ljósi á hvort vísbendingar um brot á samkeppnislögum eigi við rök að styðjast. Engin niðurstaða liggur fyrir í málinu, en rannsókn stendur yfir. Á þessu stigi getur eftirlitið ekki tjáð sig frekar um gang rannsóknarinnar.